Fara í efni

Ósk um viðræður vegna uppbygginar og rekstur tjaldsvæðis við Ásgarðsveg

Málsnúmer 202208094

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Agli Bjarnasyni vegna reksturs og uppbyggingar á tjaldsvæði við Ásgarðsveg á Húsavík.
Byggðarráð þakkar Agli Bjarnasyni fyrir erindið og vísar málinu til fjölskylduráðs sem sér um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.

Fjölskylduráð - 126. fundur - 06.09.2022

Á 405. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð þakkar Agli Bjarnasyni fyrir erindið og vísar málinu til fjölskylduráðs sem sér um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.
Fjölskylduráð áformar ekki að hefja rekstur á tjaldsvæði við Ásgarðsveg, í það minnsta ekki fyrr en vinnu við nýtt aðalskipulag hefur verið lokið.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að eiga samtal við Egil um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.