Byggðarráð Norðurþings

405. fundur 01. september 2022 kl. 08:30 - 10:39 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1 sat fundinn Elvar Örn Friðriksson frá NASF á Íslandi.
Undir lið nr. 2 sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Undir lið nr. 7 sat fundinn Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri.

1.NASF á Íslandi

202204021

Á fund byggðarráðs mætir Elvar Örn Friðriksson forsvarsmaður verndarsjóðs villtra laxastofna, North atlantic salmon fund, (NASF)“
Byggðarráð þakkar Elvari Erni Friðrikssyni fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á sjónarmiðum NASF á Íslandi vegna fiskeldis í sjó.

2.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

202112087

Fyrir byggðarráði liggja samningsdrög við Björgu Capital ehf vegna kaupa á Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi fyrir komuna á fundinn. Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í samningagerðinni að svara fyrirliggjandi samningsdrögum.

3.Vitafélagið - íslensk strandmenning

202208072

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk að upphæð 20.000 kr frá Vitafélaginu- íslensk strandmenning, vegna Kópaskersvita.
Byggðarráð samþykkir styrk að upphæð 20.000 kr vegna Kópaskersvita.

4.Ósk um viðræður vegna uppbygginar og rekstur tjaldsvæðis við Ásgarðsveg

202208094

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Agli Bjarnasyni vegna reksturs og uppbyggingar á tjaldsvæði við Ásgarðsveg á Húsavík.
Byggðarráð þakkar Agli Bjarnasyni fyrir erindið og vísar málinu til fjölskylduráðs sem sér um rekstur tjaldsvæða Norðurþings.

5.Aukaþing SSNE september 2022

202208074

Boðað er til aukaþings SSNE föstudaginn 23. september nk. að Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Þingið verður sett kl. 11 og lýkur um kl. 16:45.
Lagt fram til kynningar.

6.Starfshópur um tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

202208077

Með skipunarbréfi dags. 11. júlí sl. voru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Björt Ólafsdóttir fyrrv. ráðherra og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrv. alþingismaður skipuð í starfshóp til að skoða og gera tillögur til ráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Sveitarfélögum býðst að senda sjónarmið sín varðandi nýtingu vindorku á Íslandi til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman sjónarmið Norðurþings varðandi nýtingu vindorku og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

7.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

202208120

Opnað hefur verið verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna á fundinn. Byggðarráð er einhuga um að sótt verði um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Verkefnið verði; frekari uppbygging á Heimskautsgerði við Raufarhöfn.

8.Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 - 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum

202208014

Til kynningar Rammasamningur á milli Ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf. Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.

Fyrsta skrefið er að viðkomandi sveitarfélag framkvæmi stöðumat þar sem farið er yfir stöðu á uppbyggingu íbúða, þarfagreiningu, stöðu lóða og annarra þátta sem máli skipta. Á grundvelli slíks stöðumats, uppfærðrar húsnæðisáætlunar og þeirra markmiða sem fram koma í rammasamningnum semja svo einstök sveitarfélög við ríkið um uppbyggingu í takt við þörf.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja saman vinnuhóp starfsfólks sem skilar af sér stöðumati í október.

9.Fundarboð aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf.2022

202208059

Fyrir byggðarráði liggur að skipa stjórnarmann í Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. á aðalfundi félagsins.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra til setu í stjórn félagsins og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara.

10.Fundargerðir SSNE 2022

202201054

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 39. fundar stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra haldinn á Akureyri 17. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Móttaka flóttafólks í Norðurþingi

202203055

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar og málinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.

Fundi slitið - kl. 10:39.