Fara í efni

Yfirlýsing vegna fiskeldis á Raufarhöfn

Málsnúmer 202204021

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Fyrir byggðarráði liggur yfirlýsing frá 34 samtökum vegna fiskeldisáforma við Raufarhöfn.

Undirrituð félög hafa miklar áhyggjur af fiskeldisáformum Bjargar Capital á Raufarhöfn. ítrekað hefur verið reynt að ná í Björg Capital til að ræða þessi áform, en þær tilraunir hafa ekki borið árangur. Fyrirhuguð áform væru aðför að náttúru, villtum laxastofnum á svæðinu sem og að íbúum á Norðurlandi, Norð-austurlandi og Austurlandi sem treysta á tekjur og hlunnindi frá laxveiðiám.

Undirrituð félög skora á sveitarstjórn og byggðarráð Norðurþings að falla frá öllum sjókvíaeldisáformum við Raufarhöfn og beita sér ekki fyrir því að friðunarsvæðum verði breytt.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til bókunar í máli nr. 1.

Byggðarráð Norðurþings - 405. fundur - 01.09.2022

Á fund byggðarráðs mætir Elvar Örn Friðriksson forsvarsmaður verndarsjóðs villtra laxastofna, North atlantic salmon fund, (NASF)“
Byggðarráð þakkar Elvari Erni Friðrikssyni fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á sjónarmiðum NASF á Íslandi vegna fiskeldis í sjó.