Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

393. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:30 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið 1. sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til áframhaldandi viðræðna og samningagerðar Norðurþings við Björgu Capital ehf. Einnig liggur fyrir byggðarráði að taka afstöðu til sameiginlegrar beiðni samningsaðila til sjávarútvegsráðherra, um að meta burðarþol á svæðinu með tilliti til árstíðarbundis fiskeldis í sjó og að sveitarfélagið leggist á sveif með félaginu og stuðli að því að friðunarlínum verði breytt.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögmanni fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð ítrekar að viðræður Norðurþings við Björgu Capital ehf. vegna sölu á SR- lóðinni á Raufarhöfn standa yfir. Byggðarráð telur hins vegar ekki forsendur fyrir því að að sveitarfélagið Norðurþing stuðli að því að friðunarsvæði í Þistilfirði vegna sjókvíaeldis verði breytt.
Skömmu fyrir fundinn barst nýtt erindi frá Björgu Capital ehf. í stað þess að Norðurþing leggist á sveif með félaginu og vinni að því nú að fá friðunarlínu breytt, er þess óskað að sveitarfélagið vinni að beiðni til sjávarútvegráðherra um að meta burðarþol á svæðinu í kringum Melrakkasléttu og í Öxarfirði utan friðarlínu, með tilliti til fiskeldis.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og ráðið mun taka afstöðu til erindisins á næsta fundi.

2.Yfirlýsing vegna fiskeldis á Raufarhöfn

Málsnúmer 202204021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlýsing frá 34 samtökum vegna fiskeldisáforma við Raufarhöfn.

Undirrituð félög hafa miklar áhyggjur af fiskeldisáformum Bjargar Capital á Raufarhöfn. ítrekað hefur verið reynt að ná í Björg Capital til að ræða þessi áform, en þær tilraunir hafa ekki borið árangur. Fyrirhuguð áform væru aðför að náttúru, villtum laxastofnum á svæðinu sem og að íbúum á Norðurlandi, Norð-austurlandi og Austurlandi sem treysta á tekjur og hlunnindi frá laxveiðiám.

Undirrituð félög skora á sveitarstjórn og byggðarráð Norðurþings að falla frá öllum sjókvíaeldisáformum við Raufarhöfn og beita sér ekki fyrir því að friðunarsvæðum verði breytt.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar til bókunar í máli nr. 1.

3.Íslandsþari ehf.óskar eftir úthlutun lóða á hafnarsvæði H2 við Norðurgarð

Málsnúmer 202203126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun 123. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 5. apríl 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara verði veitt vilyrði fyrir 10.000 m² lóð á óráðstafaðri landfyllingu á hafnarsvæði H2. Endanleg úthlutun lóðarinnar er háð því að deiliskipulagsbreyting sem heimilar byggingaráform fyrirtækisins taki gildi.

Varðandi sérstakt samkomulag milli aðila um uppbyggingu lóðarinnar vísar skipulags- og framkvæmdaráð erindi til byggðaráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leiða vinnu við samninga um uppbyggingu félagsins á Húsavík.

4.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun 115. fundar fjölskylduráðs frá 4. apríl 2022.

Fjölskylduráð fékk kynningu frá starfshópi um uppbyggingu fjölnota húsnæði skóla- og frístundar. Niðurstaða starfshóps er að: Starfsemi Frístundar og félagsmiðstöðvar verði starfrækt í nýju húsi en starfsemi Borgarinnar færð í Námsver í Borgarhólsskóla að undangengnu umfangsmiklu viðhaldi á húsnæðinu.
Frá upphafi hefur það legið fyrir að stærra húsnæði fyrir Frístund er mjög aðkallandi. Eins hefur félagsmiðstöð í raun aldrei verið með sitt eigið húsnæði og ekki er fyrirliggjandi framtíðarlausn varðandi það. Það er því mikilvægt að fundin sé lausn fyrir þá starfsemi. Hönnun nýs húss og starfsemi verður einnig einfaldari ef ekki þarf að taka tillit til starfsemi Borgarinnar í húsinu og húsið yrði einnig minna og þ.a.l. ódýrara. Þá myndi með þessari lausn það vinnast að farið yrði í tímabært viðhald á Námsveri sem mun nýtast bæði starfsemi Borgarhólsskóla og Borgarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir að framkvæmdir við Námsver geti hafist sem allra fyrst og verði lokið fyrir haustið 2022 og nýtt hús Frístundar og félagsmiðstöðvar verði tilbúið haustið 2023.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu starfshóps og vísar henni til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði og til kynningar í byggðarráði.
Byggðarráð lýsir ánægju með framkomna tillögu. Ráðið beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs sem og fjölskylduráðs að ráðin fari yfir áætlanir sínar vegna ársins 2022 og hugi að hvort verkefnið rúmist innan fjárheimilda.

5.Rekstur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur 2022 og málaflokkayfirlit vegna jánúar og febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Kostnaður vegna öryggislausna

Málsnúmer 202203156Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áætlun um uppfærslu öryggislausna á netþjónum Norðurþings. Áætlað er að uppfærslan fari fram í júní og ágúst. Kostnaður vegna uppsetningar er áætlaður 2,2 m.kr og rekstrarkostnaður netleyfa aukist um 62.800 kr á mánuði.
Byggðarráð samþykkir áætlunina.

7.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2022

Málsnúmer 202204027Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Litluárvatna laugardaginn 16. apríl nk. Í Skúlagarði í Kelduhverfi.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur til vara.

8.Jafnlaunavottun - úttektir 2019 - 2022

Málsnúmer 201912126Vakta málsnúmer

Í mars 2022 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert og í febrúarmánuði 2022 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Í viðhaldsúttektinni, sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað var farið yfir rekstur kerfisins m.t.t. krafna staðalsins og innri krafna.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, að lokinni viðhaldsúttektinni, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 3%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,8%.

Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.

9.Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 202203129Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf frá styrktarsjóði EBÍ vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Styrktarbeiðni frá Íslandsdeild Transparency International

Málsnúmer 202203143Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk.

Styrktarbeiðni til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
Byggðarráð hafnar beiðninni.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði er fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn föstudaginn 25. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.
Lagt fram til kynningar.

13.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Lagt fram til kynningar.

14.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna verkefnisins Römpum upp Ísland.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til umfjöllunar.

15.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna Félagans Bar

Málsnúmer 202204020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra. Umsögn vegna tónleika sem áætlað er að halda þann 16. apríl n.k. í félagsheimilinu Hnitbjörgum, Aðalbraut 27 á Raufarhöfn.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

Fundi slitið - kl. 10:15.