Fara í efni

Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 202203129

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf frá styrktarsjóði EBÍ vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 433. fundur - 22.06.2023

Borist hefur svar frá Styrktarsjóði EBÍ vegna umsóknar sveitarfélagsins 2023. Sótt var um styrk til styrkingar innviða við Heimskautsgerðið sem snýr að móttöku gesta og upplýsingaflæði til þeirra. Verkefnið hlýtur 600.000 kr styrk úr sjóðnum 2023.
Byggðarráð fagnar því að sjóðurinn veiti styrk til innviða uppbyggingar Heimskautagerðis á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Raufarhöfn um mótframlag vegna styrkingar innviða við Heimskautsgerðið en Styrktarsjóður EBÍ úthlutaði Norðurþingi 600.000 kr. í verkefnið.

Með fundarboði fylgir minnisblað og kostnaðaráætlun vegna uppsetningar og endurnýjunar á 4 skiltum. Heildarkostnaður er áætlaður 1.510.000 kr.
Að frádregnum öðrum styrkjum er áætlað framlag Norðurþings í verkið 410.000 kr.
Byggðarráð samþykkir ósk frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Raufarhöfn um mótframlag vegna styrkingar innviða við Heimskautsgerðið að upphæð 410.000 kr.