Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Sama nefnd óskar einnig eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, 43. mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 391. fundur - 17.03.2022

Til umsagnar í byggðarráði.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Til umsagnar í byggðarráði.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis;

Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (uppbygging innviða), 573. mál.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn vegna þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum. Skortur er á öruggu farsímasambandi á þjóðvegum í Norðurþingi.

Byggðarráð Norðurþings - 430. fundur - 25.05.2023

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni; Umhverfis- og samgöngunefnd sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd liggur fyrir mál 1028, til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir athugasemd við að einungis sé veittur tveggja vikna frestur til að veita umsögn um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Einnig er gerð athugasemd við að tenglar á vefsíðu Alþingis hafi verið óvirkir á umsagnartíma.

Byggðarráð Norðurþings - 443. fundur - 05.10.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024?2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024- 2028, 315. mál.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 450. fundur - 07.12.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd: til umsagnar 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.