Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Málefni Húsavíkurflugvallar
202211098
Fulltrúar frá Isavia ohf. komu á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Isavia fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið & ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.
Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið & ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.
2.Hraðið nýsköpunarmiðstöð óskar eftir stuðningi Norðurþings með samningi um
um vinnuaðstöðu og þjónustu fyrir Norðurþing og eflingu nýsköpunarstarfs.
202201093
Á fund byggðarráðs mæta þau Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri og Stefán Pétur Sólveigarson verkefnastjóri frá Þekkingarneti Þingeyinga og kynna margháttaða starfsemi Þekkingarnetsins sem fram fer á hafnarstéttinni.
Byggðarráð þakkar þeim Lilju Berglindi og Stefáni Pétri fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfseminni á Stéttinni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi sem samþykktur var á 396. fundi þann 12. maí 2022.
Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiði 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.
Norðurþing færir Stéttinni gjöf við opnun starfseminnar núna í desember og nemur upphæðin allt að 1,5 m.kr.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi sem samþykktur var á 396. fundi þann 12. maí 2022.
Samkomulagið felur í sér að Norðurþing greiði 5.000.000,- kr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að undangenginni kynningu og greinargerð til byggðarráðs sveitarfélagsins um starfsemi liðins árs.
Norðurþing færir Stéttinni gjöf við opnun starfseminnar núna í desember og nemur upphæðin allt að 1,5 m.kr.
3.Umræður um fyrirhugaða uppbyggingu og starfsemi Íslandsþara á Húsavík.
202211109
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Náttúrustofu Norðausturlands og Húsavíkurstofu.
Byggðarráð þakkar fulltrúum frá Náttúrustofu Norðausturlands og Húsavíkurstofu fyrir komuna á fundinn og upplýsandi erindi.
4.Framkvæmdaáætlun 2023- 2026
202210015
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bókun frá 139. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023.
Framkvæmdafé skipulags- og framkvæmdaráðs fyrir árið 2023 verði 535 m.kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun fyrir árið 2023.
Framkvæmdafé skipulags- og framkvæmdaráðs fyrir árið 2023 verði 535 m.kr.
Byggðarráð vísar framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir til samþykktar í sveitarstjórn.
5.Fjáhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings 2023
202210069
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 7. fundi stjórnar hafnasjóðs; Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
6.Framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs Norðurþings 2023 - 2026
202211064
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 7. fundi stjórnar hafnasjóðs; Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árin 2023-2026 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
7.Áætlanir vegna ársins 2023
202205060
Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
8.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings
202207036
Fyrir byggðarráði liggja drög að skipuriti Norðurþings sem stefnt er á að innleiða á fyrri helmingi ársins 2023.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi drögum að nýju skipuriti til umræðu í sveitarstjórn.
9.Söluheimild Eigna, Félagsleg Íbúð
202209004
Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í eignina Lindarholt 6 á Raufarhöfn.
Byggðarráð hafnar öllum tilboðum sem bárust í eignina.
10.Vilyrði fyrir úthlutun á lóð.
202211110
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Arctic Adventures hf. sem óskar eftir vilyrði fyrir úthlutun á lóð, 21.256 m² lóð undir allt að 120 herbergja hótelbyggingu norðan við Sjóböðin á Höfða.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að hefja viðræður við forsvarsfólk Arctic Adventures hf.
11.Endurnýjun kjarasamningsumboðs, samkomulag um launaupplýsingar og störf undanskilin verkallsheimild.
202211107
Samband íslenskra sveitarfélaga undirbýr nú kjaraviðræður við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga. Því liggur fyrir Norðurþingi annars vegar að uppfæra kjarasamningsumboð sitt til Sambandsins og hins vegar að undirrita samkomulag um sameiginlega ábyrgð til samræmis við kröfur persónuupplýsingalaga.
Lögð er rík áhersla á að útfyllt skjöl verði send til sambandsins eins fljótt og auðið er.
Lögð er rík áhersla á að útfyllt skjöl verði send til sambandsins eins fljótt og auðið er.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra kjarasamningsumboð sveitarfélagsins til Sambands íslenskra sveitarfélaga og uppfæra listann um störf undanskilin verkfallsheimild en frestar afgreiðslu á afstöðu til undirritunar á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð til samræmis við kröfur laga um meðferð persónuupplýsinga.
12.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2023
202211097
Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja stafræna húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2023.
Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og kynnir rafræna húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og kynnir rafræna húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi starfræna húsnæðisáætlun fyrir árið 2023 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
13.Styrkumsókn 2022 frá ADHD samtökunum
202211080
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá ADHD samtökunum sem óska eftir samstarfi við Norðurþing um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja ADHD samtökin um 100 þús kr. sem greiðist á árinu 2022 og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við framkvæmdastjóra samtakannna varðandi frekara samstarf.
14.Ósk um stuðning við fyrsta Hope Spot á Íslandi frá Ocean Missions
202211112
Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk frá Ocean Missions.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir frekari kynningu á málinu.
15.Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra
202211017
Á fundi byggðarráðs þann 10. nóvember samþykkti ráðið fyrirliggjandi samstarfssamning Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og vísaði honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Með fundarboði fylgdu ábendingar frá Eyjafjarðarsveit um atriði í samningnum sem yrðu rædd frekar á aukaþingi SSNE sem verður haldið 2. desember nk.
Með fundarboði fylgdu ábendingar frá Eyjafjarðarsveit um atriði í samningnum sem yrðu rædd frekar á aukaþingi SSNE sem verður haldið 2. desember nk.
Lagt fram til kynningar.
16.Ályktun frá Framsýn til sveitarstjórnar vegna gjaldskrármála
202211093
Fyrir liggur ályktun Framsýnar stéttarfélags frá stjórnarfundi 16. nóvember sl. þar sem Framsýn skorar á ríkið og sveitarfélög á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum að gæta hófs í hækkunum á þjónustugjöldum.
Byggðarráð þakkar erindið og telur þær tillögur að gjaldskrám sem þegar hafa verið lagðar fram gera ráð fyrir hófstilltum hækkunum.
17.Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á Húsavík 2022
202211108
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasölu klúbbsins í kringum áramót og þrettánda 2022/2023.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.
18.Flugeldasýningar og brennur í Norðurþingi jól og áramót 2022-2023
202210115
Óskað er eftir umsögn byggðarráðs vegna fyrirhugaðra skoteldasýninga í Norðurþingi um áramót og þrettánda 2022/2023. Umsögn þarf að fylgja með leyfisumsóknum til lögreglu.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðra skoteldasýningu í Norðurþingi um áramót og á þrettándanum.
19.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar
202211103
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerðir 2022-2026
202210054
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 30. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga frá 8. nóvember og 17. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga frá 14. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
21.Fundargerðir stjórnar MMÞ
202211106
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 3. febrúar, 25. maí og 10. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.
22.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022
202202078
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn vegna þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum. Skortur er á öruggu farsímasambandi á þjóðvegum í Norðurþingi.
23.Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
202211113
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar.
Lagt fram til kynningar.
24.Sameiginleg verkefni og kostnaður þeirra fyrir fjárhagsáætlanagerð stafrænna sveitarfélaga árið 2023
202210119
Fyrir byggðarráði liggur erindi vegna sameiginlegs verkefnis sveitarfélaga um spjallmenni í stafrænni umbreytingu.
Byggðarráði hugnast ekki að taka þátt í þessu verkefni að svo stöddu.
Fundi slitið - kl. 12:40.
Undir lið 2. sátu fundinn frá Þekkingarneti Þingeyinga þau Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson.
Undir lið 3. sátu fundinn frá Náttúrustofu Norðausturlands Þorkell Lindberg Þórarinsson og frá Húsavíkurstofu þau Örlygur Hnefill Örlygsson og Huld Hafliðasóttir.