Fara í efni

Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings

Málsnúmer 202207036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022

Fyrir byggðarráði liggur að hefja endurskoðun á skipuriti Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja vinnu við að endurskoða skipurit sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að skipuriti Norðurþings sem stefnt er á að innleiða á fyrri helmingi ársins 2023.
Byggðarráð vísar meðfylgjandi drögum að nýju skipuriti til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Á 414. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar meðfylgjandi drögum að nýju skipuriti til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún og Ingibjörg.


Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings var kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram vinnu við stjórnskipulag og skipurit Norðurþings í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Norðurþings - 420. fundur - 09.02.2023

Fyrir byggðarráði liggja yfirlesin drög að stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings.
Byggðarráð þakkar fjármálastjóra og sveitarstjóra fyrir yfirferðina á vinnu við endurskipulag á skipuriti sveitarfélagsins. Málið verður tekið aftur fyrir á næstu vikum, byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að reglum um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og kjörinna fulltrúa í stjórnsýslu Norðurþings.
Þar sem starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa er að losna felur byggðarráð sveitarstjóra að vinna að auglýsingu í samstarfi við ráðningarstofu vegna starfs sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði sem er í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti. Sveitarstjóri mun kynna auglýsingu vegna starfsins fyrir ráðinu þegar hún liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 423. fundur - 09.03.2023

Fyrir byggðarráði liggur breytt stjórnskipulag og skipurit Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir breytingar á stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023

Á 423. fundi byggðarráðs verði eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir breytingar á stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi breytingar á stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 430. fundur - 25.05.2023

Fyrir byggðarráði liggur uppfærsla á áður samþykktu stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings sem tekur gildi í júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 431. fundur - 01.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur uppfærsla á áður samþykktu stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings sem tekur gildi í júní 2023.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á skipuriti Norðurþings sem snýr m.a. að velferðarsviði, vegna innleiðingar á farsældarlögum, sem áætlað er að verði lokið á næsta ári. Að loknu innleiðingartímabili er gert ráð fyrir að skýrari mynd af ávinningi fáist.

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna taka til allra þjónustu sem er veitt innan skólakerfisins, í leik-, grunn- og framhaldsskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Jafnframt er átt við þjónustu sem er veitt innan heilbrigðiskerfisins, á heilsugæslustöðvum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum og félagsþjónustu sem er veitt í þágu barna innan sveitarfélaga, barnaverndarþjónustu og þjónustu við fötluð börn. Frumvarpið leysir ekki af hólmi gildandi lög um einstaka þjónustuþætti enda hugmyndin með tilurð þess að stuðla að samfellu og aukinni skilvirkni í þeirri þjónustu sem þegar er veitt af ýmsum aðilum. Þetta mun jafnframt leiða til betri nýtingar starfskrafta starfsfólks með markvissri þjónustu og skýrari verkaskiptingu þvert á kerfi.

Ráðið telur vænlegast til árangurs að ofantalin málefni, sem eru á forsvari sveitarfélagsins, verði innan sama sviðs þegar innleiðingartímabili verður lokið.