Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

420. fundur 09. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 2 sátu fundinn frá rannsóknarsetri H.Í. á Húsavík Sæunn Stefánsdóttir og Marianne Helene Rasmussen.

Undir lið nr. 3 sátu fundinn frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju Egill Olgeirsson og Frímann Sveinsson.

Undir lið nr. 5 sat fundinn Karen Mist Kritjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

1.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar kostnaðartölur vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík ásamt álitsgerð sem unnin er af KPMG um áhrif þeirrar fjárfestingar á fjárhag Norðurþings skv. 66.gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viðaukasamning. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.
Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Kynningu á starfsemi rannsóknaseturs H.Í. á Húsavík.

Málsnúmer 202211035Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs komu fulltrúar frá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og kynntu starfsemina og ræða samstarfið við Norðurþing.
Byggðarráð þakkar Sæunni Stefánsdóttur og Marianne Helene Rasmussen fyrir greinargóða kynningu á starfsemi rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík og fyrir komuna á fundinn.

3.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðarráðs var bókað; Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju á fund byggðarráðs á næstunni.

Á fundinn mætti forsvarsfólk sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir og þann kostnað sem þær fela í sér fyrir ráðinu.
Byggðarráð þakkar þeim Agli og Frímanni frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju fyrir greinargóða kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum og þeim kostnaði sem fylgir.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða aðkomu Norðurþings að framkvæmdum og aðgengismálum við kirkjuna og leggja tillögur þess efnis fyrir ráðið að nýju.

4.Samkomulag um vindrannsóknir og uppsetningu rannsóknarbúnaðar

Málsnúmer 202012108Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar viðbrögð Qair Iceland ehf. við bókun byggðarráðs frá 02.02.2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um skiptingu á kostnaði vegna starfs verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Starfið er samstarfsverkefni kostað af Norðurþingi og Eimi.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samkomulag um skiptingu á kostnaði vegna starfs verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Karen Mist nýr verkefnastjóri mætti á fundinn og kynnti sig. Ráðið býður hana velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

6.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings

Málsnúmer 202207036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja yfirlesin drög að stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings.
Byggðarráð þakkar fjármálastjóra og sveitarstjóra fyrir yfirferðina á vinnu við endurskipulag á skipuriti sveitarfélagsins. Málið verður tekið aftur fyrir á næstu vikum, byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að reglum um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og kjörinna fulltrúa í stjórnsýslu Norðurþings.
Þar sem starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa er að losna felur byggðarráð sveitarstjóra að vinna að auglýsingu í samstarfi við ráðningarstofu vegna starfs sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði sem er í samræmi við fyrirhugaðar breytingar á skipuriti. Sveitarstjóri mun kynna auglýsingu vegna starfsins fyrir ráðinu þegar hún liggur fyrir.

7.Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup könnun

Málsnúmer 202302001Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Gallup úr þjónustu könnun Norðurþings vegna ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um styrk vegna Dillidaga við FSH

Málsnúmer 202302010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk:
Núna í byrjun mars er skemmtanavika hjá nemendum í Framhaldsskólanum á Húsavík sem er skipulögð af nemendaráði. Skemmtanavikan sem nefnist Dillidagar er einn af stærstu viðburðum í félagslífinu við skólann.
Byggðarráð samþykkir að styrkja nemendafélag FSH um kr 100.000 vegna Dillidaga 2023.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.