Fara í efni

Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Fyrir byggðaráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku í verkefninu og að taka ákvörðun um hvort starf verkefnisstjóra verði auglýst.
Byggðarráð samþykkir að auglýst verði eftir verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Starfið er samstarfsverkefni kostað af Norðurþingi og Eimi, gert er ráð fyrir að Norðurþing greiði allt að 50% af kostnaði við starfið.

Byggðarráð Norðurþings - 411. fundur - 03.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar áfangaskýrsla ásamt áætluðum kostnaði við hvern áfanga í verkefninu Grænn Iðngarður á Bakka.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Þann 11. október samþykkti Byggðarráð að auglýst yrði eftir verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Starfið er samstarfsverkefni kostað af Norðurþingi og Eimi.

Í nóvember auglýstu Norðurþing og Eimur eftir verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Sveitarstjóri upplýsti um feril málsins en umsóknarfrestur rann út 28. nóvember. Alls sóttu 15 um starfið. Úrvinnsla umsókna var unnin í samstarfi við Mögnum. Verið er að ganga frá ráðningu í starfið og verður upplýst um niðurstöðu á heimasíðu Norðurþings í framhaldinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Eim um fyrirkomulag samstarfsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 420. fundur - 09.02.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um skiptingu á kostnaði vegna starfs verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Starfið er samstarfsverkefni kostað af Norðurþingi og Eimi.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samkomulag um skiptingu á kostnaði vegna starfs verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Karen Mist nýr verkefnastjóri mætti á fundinn og kynnti sig. Ráðið býður hana velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

Byggðarráð Norðurþings - 446. fundur - 02.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur að fara að huga að framhaldi á samningi varðandi grænan iðngarð á Bakka, en hann rennur út í lok árs 2024.

Á fund byggðarráðs mæta í fjarfundi Kjartan Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir frá Landsvirkjun.
Byggðarráð þakkar þeim Kjartani og Sigurbjörgu fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um stofnun þróunarfélags um Grænan iðngarð á Bakka.

Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri kemur á fundinn og fer yfir vinnu stýrihóps um Grænan iðngarð.
Byggðarráð þakkar Karen Mist Kristjánsdóttur fyrir komuna á fundinn.

Ráðið felur sveitarstjóra að vinna að stofnun Árbakka Þróunarfélags ehf. í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 455. fundur - 01.02.2024

Fyrir byggðarráði liggur að skipa stjórn félagsins Græns Iðngarðs á Bakka ehf. og yfirfara samþykktir félagsins.

Á síðasta fundi ráðsins var bókað; Ráðið felur sveitarstjóra að vinna að stofnun þróunarfélags í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.
Byggðarráð skipar í stjórn Græns Iðngarðs á Bakka ehf. Hafrúnu Olgeirsdóttur, Hjálmar Boga Hafliðason og Áka Hauksson í stjórn félagsins. Til vara verða Soffía Gísladóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir.
Framkvæmdastjóri Bergþór Bjarnason.