Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

454. fundur 25. janúar 2024 kl. 08:30 - 10:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns Iðngarðs á Bakka.
Undir lið nr. 4, sat fundinn Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri.

1.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um stofnun þróunarfélags um Grænan iðngarð á Bakka.

Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri kemur á fundinn og fer yfir vinnu stýrihóps um Grænan iðngarð.
Byggðarráð þakkar Karen Mist Kristjánsdóttur fyrir komuna á fundinn.

Ráðið felur sveitarstjóra að vinna að stofnun Árbakka Þróunarfélags ehf. í samráði við endurskoðanda sveitarfélagsins.

2.Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 202401049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf innviðaráðherra vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. desember sl. sem varðar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um styrk vegna netspjalls á vegum Stígamóta

Málsnúmer 202401097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk til Stígamóta.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót um 120.000 kr. vegna netspjalls á árinu 2024.

4.Endurskoðun á samþykkt Norðurþings um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráð liggja drög að uppfærðum samþykktum um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Einnig liggur fyrir byggðarráði drög að formi af erindisbréfi fyrir starfshópa sem sveitarstjórn eða önnur fastaráð stofna til.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings, í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Ályktun stjórnar FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202401058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá stjórn FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi.
Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir ályktunina. Ráðið vísar ályktuninni til umfjöllunar í fjölskylduráði og öldungaráði.

6.Bréf til Norðurþings frá stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur

Málsnúmer 202401059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf frá Starfsmannafélagi Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar Starfsmannafélagi Húsavíkur fyrir bréfið sem nú þegar hefur fengið umfjöllun í starfs- og kjaranefnd sveitarfélagsins.

7.Greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi

Málsnúmer 202303023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frá slökkviliðsstjóra Norðurþings endanleg greining á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi.
Byggðarráð vísar greiningu á áhættu og áfallaþoli í Norðurþingi til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um tvö verkefni sem tengjast Norðurþingi og voru samþykkt af SSNE sem umsóknir í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Byggðarráð fagnar því að verkefnin tvö hafi verið samþykkt af SSNE sem umsóknir í C.1.

9.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í fyrstu úthlutun fyrir árið 2024 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundur í fulltrúaráði Héraðsnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 202401107Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð; boðað hefur verið til fundar í fulltrúaráði Héraðsnefndar Þingeyinga mánudaginn 29. janúar kl. 16:00. Fundurinn fer fram í fjarfundi.
Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Heiðarbæ

Málsnúmer 202401104Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni;

Umsækjandi: Bjarmaland veitingar ehf., kt. 550616-1220, Hveravöllum 4, 641 Húsavík.
Ábyrgðarmaður: Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, kt. 141169-4169, Hveravellir 1, 641 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: Heiðarbær, 641 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Þorrablót í Heiðarbæ.
Áætlaður gestafjöldi: 150. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 24. febrúar 2024 frá kl. 20:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 25. febrúar 2024.
Helstu dagskráratriði: matur, skemmtiatriði, dansleikur.
Eftirlit viðburðar: Hver er áætlaður fjöldi dyravarða? 2
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

12.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulag náttúrustofa til sveitarfélaga

Málsnúmer 202401105Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi á náttúrustofum.
Lagt fram til kynningar.

13.Umsögn stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga um vindorkuskýrsluna

Málsnúmer 202305074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja umsagnir Samtaka orkusveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi og umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Mál nr. 1/2024.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu fundur nr. 9 frá 12. desember sl. og fundi nr. 10 frá 9. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 59. fundur stjórnar SSNE frá 5. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrirbyggðarráði liggur fundargerð 941. fundar stjórnar Sambans íslenskra sveitarfélaga frá 12. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 68. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.