Fara í efni

Ályktun stjórnar FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202401058

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024

Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá stjórn FEBHN um gjaldskrár hækkanir hjá Norðurþingi.
Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir ályktunina. Ráðið vísar ályktuninni til umfjöllunar í fjölskylduráði og öldungaráði.

Fjölskylduráð - 175. fundur - 30.01.2024

Á 454. fundi byggðarráðs 25. janúar 2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir ályktunina. Ráðið vísar ályktuninni til umfjöllunar í fjölskylduráði og öldungaráði.
Gjaldskrá sundlaugar Húsavíkur var hækkuð að meðaltali um 7,5% líkt og aðrar gjaldskrár. Tekin var ákvörðun um að breyta afsláttarkjörum af gjaldskrá sundlaugarinnar gagnvart eldri borgurum þannig að þeir fá nú 40% afslátt af gjaldskrá í stað t.a.m. 60% áður fyrir stakan miða og 37% fyrir árskort.
Við ákvarðanatöku vegna gjaldskráa Norðurþings hafði fjölskylduráð að leiðarljósi að beina afsláttarkjörum gjaldskráa eins og frekast er unnt til barnafjölskyldna fremur en annarra.
Fjölskylduráð minnir á að í boði er gjaldfrjáls tími fyrir eldri borgara einu sinni í viku á föstudögum kl. 9:30-11.
Fjölskylduráð hyggst ekki endurskoða gjaldskrárbreytingar að svo stöddu en komi til þess að almenn sátt verði á vinnumarkaði varðandi launahækkanir og gjaldskrárbreytingar hjá sveitarfélögum mun ráðið endurskoða ákvarðanir sínar.