Fara í efni

Endurskoðun á samþykkt Norðurþings um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings

Málsnúmer 202401038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024

Fyrir byggðarráð liggja drög að uppfærðum samþykktum um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Einnig liggur fyrir byggðarráði drög að formi af erindisbréfi fyrir starfshópa sem sveitarstjórn eða önnur fastaráð stofna til.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings, í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 455. fundur - 01.02.2024

Fyrir byggðarráð liggja endanleg drög að uppfærðum samþykktum um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Einnig liggur fyrir byggðarráði endanleg drög að formi af erindisbréfi fyrir starfshópa sem sveitarstjórn eða önnur fastaráð stofna til.
Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að Samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings ásamt formi af erindisbréfi fyrir starfshópa og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 455. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir uppfærð drög að samþykkt um kaup og kjör kjörinna fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings ásamt formi af erindisbréfi fyrir starfshópa og vísar því til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samþykktina ásamt formi af erindisbréfi.