Fara í efni

Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Innviðaráðherra hefur nú auglýst eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Líkt og áður eru það aðeins landshlutasamtök sveitarfélaga sem geta sótt um framlög, í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta, vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild.

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 20. janúar 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlegar tillögur að umsóknarvekefnum í C.1 fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 417. fundur - 12.01.2023

Á fundi byggðarráðs þann 15. desember sl. fól ráðið sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlegar tillögur að umsóknarvekefnum í C.1 fyrir ráðið að nýju.

Fyrir byggðarráði liggja nú tillögur að umsóknum frá byggðakjörnum sveitarfélagsins til SSNE. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í C.1 vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks.
Sveitarstjóri upplýsti um þá vinnu sem hefur verið í gangi í umsóknarferlinu.

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar vegna úthlutunar úr C.1 en innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum til 12 verkefna á landsbyggðinni úr verkefnapotti byggðaáætlunar sem gengur undir heitinu Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða.

Sótt var um þrjú verkefni frá Norðurþingi:
Samfélags- og menningarhús á Kópaskeri.
Grípum tækifærið á Raufarhöfn.
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn.

Ekkert verkefnanna hlaut úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni.
Byggðarráð harmar niðurstöðu við úthlutun úr C.1. Markmið stjórnvalda samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

Byggðarráð telur það ganga gegn stefnu ríkissvaldins að styrkja ekki svæði sem eru brothætt byggð og skorar á ríkisvaldið að aðstoða sveitarfélög á slíkum svæðum við að snúa vörn í sókn enda eru tækifærin til að nýta þau.

Byggðarráð Norðurþings - 447. fundur - 09.11.2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Sérstök áhersla er á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. SSNE kallar eftir hugmyndum sem eiga heima í þessum farvegi þar sem SSNE þarf að vera umsækjandi.

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 22. janúar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman hugmyndir og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023

Á fundi byggðarráðs þann 9.nóvember fól ráðið sveitarstjóra að taka saman hugmyndir að umsóknum í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og leggja fyrir ráðið að nýju.

Með fundarboði fylgir minnisblað sveitarstjóra, tillögur til byggðarráðs um verkefni í C1.
Byggðaarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna verkefnin „lýsistankarnir á Raufarhöfn“ og „Ókannað land, Norðausturhornið í vexti“ til SSNE til umsóknar í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Byggðarráð Norðurþings - 454. fundur - 25.01.2024

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um tvö verkefni sem tengjast Norðurþingi og voru samþykkt af SSNE sem umsóknir í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Byggðarráð fagnar því að verkefnin tvö hafi verið samþykkt af SSNE sem umsóknir í C.1.

Byggðarráð Norðurþings - 457. fundur - 29.02.2024

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um úthlutun styrks úr C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun. Verkefnið "Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk" fékk 15 milljónir króna. Verkefnið snýr að því að gera lýsistankana manngenga og mögulega til notkunar fyrir upptökur, listsýningar, tónleika og fleira en sótt var um 20,7 milljónir til verkefnisins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með að verkefnið "Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk" hafi fengið 15 milljóna króna styrk úr C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.