Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

512. fundur 18. desember 2025 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson
    Aðalmaður: Áki Hauksson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Kynning á stöðu verkefnis E- Valor ehf á Bakka

Málsnúmer 202503103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um að sveitarfélagið styðji við verkefnið með yfirlýsingu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í drögum að yfirlýsingu og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

2.Ál-endurvinnsla á Bakka

Málsnúmer 202509094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu vegna ál-úrvinnsluverkefnis sem kynnt var í byggðarráði 20. nóvember sl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram í drögum að viljayfirlýsingu og leggja fyrir ráðið að nýju á næsta fundi.

3.Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 202505061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til staðfestingar framlengdir ráðningarsamningar sem gilda til 01.06.2026 við starfandi slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra.

Fyrir byggðarráði liggur að sækja um undanþágu til HMS vegna framlengingar á brunavarnaráætlun Norðurþings.
Byggðarráð staðfestir framlengda samninga við slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra.

Einnig felur ráðið sveitarstjóra að sækja um undanþágu til HMS vegna framlengingar á brunavarnaráætlun Norðurþings fram til 01.06.2026.

4.Fundadagskrá byggðarráðs 2026

Málsnúmer 202512074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að fundadagskrá byggðarráðs fram á sumar 2026.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundaáætlun fram að kosningum sem verða í maí n.k.

5.Kaup á eign

Málsnúmer 202503098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skipting á stofnframlagi og lánsfjárhæð vegna kaupa á eign að Höfðavegi 6, gengið var frá kaupunum í maí mánuði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að klára fjármögnun og undirrita lögaðilalán frá HMS.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202512039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Kópaskeri

Málsnúmer 202512010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Sigþóri Þórarinssyni vegna þorrablóts á Kópaskeri, haldið þann 24. janúar 2026. Áætlaður fjöldi gesta er 150 frá 16 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn enda miðist aldurstakmark við 18 ár í samræmi við reglur um útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í eigu sveitarfélagsins.

8.Verðfyrirspurn Hreinlætisvörur fyrir stofnanir Norðurþings

Málsnúmer 202511016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða verðfyrirspurnar vegna kaupa á hreinlætisvörum fyrir stofnanir Norðurþings.

Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á skipulags- og framkvæmdasviði kom inn á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um tilvísun veffangs

Málsnúmer 202512037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markþingi þar sem óskað er eftir því að veffangið husavik.is, sem er í eign Norðurþings, verði tilvísað yfir á visithusavik.is
Byggðarráð leggur áherslu á að veffangið husavik.is vísi til vefsíðu sveitarfélagsins eins og verið hefur og hafnar erindinu.

10.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Umsóknarfrestur rennur út 22. janúar nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögur um verkefni á næsta fundi ráðsins.

11.Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026

Málsnúmer 202510016Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skal endurskoðuð húsnæðisáætlun vera staðfest af sveitarstjórn eigi síðar en 20. janúar ár hvert.
Lagt fram til kynningar.

12.Skólahreysti í 20 ár - ósk um styrk

Málsnúmer 202512021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 250.000 kr. styrkbeiðni frá stofnendum Skólahreystis. Styrkurinn myndi nýtast til hönnunar og uppbyggingar á nýjum keppnisbúnaði/keppnisvelli, sem og hönnunar á nýjum tölvu- og dómarabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að veita 250 þ.kr styrk til stofnenda Skólahreystis vegna uppbyggingar á nýjum búnaði.

13.Leiðbeiningar um skil fjárhagsáætlana og útkomuspá sveitarfélaga

Málsnúmer 202512072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar nýtt fyrirkomulag varðandi söfnun fjárhagsáætlana og útskomuspáa sveitarfélaga sem hefur hingað til verið í höndum Hagstofu Íslands. Samband íslenskra sveitarfélaga mun nú taka verkefnið að sér og miðla upplýsingum til Hagstofu Íslands og viðeigandi ráðuneyta í samræmi við reglugerð nt. 1212/2015. Um er að ræða hefðbundna gagnasöfnun vegna fjármála sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Boð um þátttöku í samráði: Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr.562025

Málsnúmer 202512038Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2025 - Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025.
Umsagnarfrestur er til og með 16.12.2025.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

15.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn var þann 3. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Almannavarnanefndar

Málsnúmer 202305092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð haustfundar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Akureyri fimmtudaginn 04.12.2025.

Einnig til kynningar rekstraráætlun nefndarinnar 2026 og umsögn embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um frumvarp til laga um almannavarnir.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024

Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 122. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fundurinn fór fram þann 8. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.