Fara í efni

Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 202505061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 496. fundur - 22.05.2025

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um fjárhag og launaleiðréttingu Slökkviliðs Norðurþings.
Kostnaður sveitarfélagsins vegna leiðréttinga á launum slökkviliðsfólks er samtals 16.480.539 kr. og þar af nemur leiðrétting á boðtækjagreiðslum 9.904.004 kr.
Í ársbyrjun 2022 var kafli 14. Hlutastarfandi slökkviliðsmenn, felldur niður í kjarasamningi LSS og SÍS, við þá breytingu hefur rekstrarkostnaður hlutastarfandi liða á landsbyggðinni stóraukist og við því þarf að bregðast.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort vilji sé til samstarfs hjá nágrannasveitarfélögum um samrekstur slökkviliða á stærra svæði.

Byggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025

Fyrir byggðarráði liggur áætlun um framkvæmd endurskipulagningar Slökkviliðs Norðurþings.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort vilji sé til samstarfs hjá nágrannasveitarfélögum um samrekstur slökkviliða á stærra svæði".
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings og fá þar til bæra ráðgjafa að málinu.

Byggðarráð Norðurþings - 498. fundur - 12.06.2025

Fyrir byggðarráði liggur tímabundin breyting á ráðningar samningum við varaslökkviliðsstjóra og aðalvarðstjóra slökkviliðs Norðurþings.
Henning Þór Aðalmundsson gegnir tímabundið starfi slökkviliðsstjóra Norðurþings og Kristján Ingi Jónsson gegnir tímabundið stöðu varaslökkviliðsstjóra.