Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja tillögur að breytingu á samþykktum Norðurþings um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillögur að breytingu á samþykktum Norðurþings um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
2.Fasteignir sveitarfélagsins
Málsnúmer 202506026Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að skoða hvaða fasteignir sveitarfélagið er tilbúið til að auglýsa til sölu og kanna með sölumöguleika þeirra eigna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna sölumöguleika neðangreindra eigna:
-Miðgarður 4 Tún, Húsavík
-Bakkagata 10, Kópaskeri
-Gamli Lundur 1928, Öxarfirði
-Hnitbjörg félagsheimili, Raufarhöfn
-Miðgarður 4 Tún, Húsavík
-Bakkagata 10, Kópaskeri
-Gamli Lundur 1928, Öxarfirði
-Hnitbjörg félagsheimili, Raufarhöfn
3.Endurskoðun á fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025
Málsnúmer 202505090Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð og yfirfarin fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025 frá fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. júní sl.
Byggðarráð samþykkir uppfærða framkvæmdaáætlun vegna framkvæmda á árinu 2025.
Á árinu var gert ráð fyrir framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu Norðurþings að upphæð 1.000 m.kr en við þessa breytingu er áætlað að framkvæmdir og fjárfestingar nemi 715 m.kr. á árinu 2025.
Á árinu var gert ráð fyrir framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu Norðurþings að upphæð 1.000 m.kr en við þessa breytingu er áætlað að framkvæmdir og fjárfestingar nemi 715 m.kr. á árinu 2025.
4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að halda áfram vinnu við tillögur vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að vinna að hagræðingu hjá Höfnum Norðurþings og hjá Slökkviliði Norðurþings, gert er ráð fyrir að hagræðingin nemi um 60 m.kr á ársgrundvelli.
5.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 202505061Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tímabundin breyting á ráðningar samningum við varaslökkviliðsstjóra og aðalvarðstjóra slökkviliðs Norðurþings.
Henning Þór Aðalmundsson gegnir tímabundið starfi slökkviliðsstjóra Norðurþings og Kristján Ingi Jónsson gegnir tímabundið stöðu varaslökkviliðsstjóra.
6.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer
Brynjar Þór Vigfússon hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður hverfisráðs Öxarfjarðar, sem og afsögn sína úr ráðinu sömuleiðis.
Byggðarráð þakkar Brynjari Þór fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins, varamaður í hverfisráði Öxarfjarðar tekur hans sæti í ráðinu og mun ráðið kjósa sér nýjan formann.
7.Sólstöðuhátíð 2025
Málsnúmer 202506018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs um styrk til að halda Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 20.-22. júní 2025.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sólstöðuhátið á Kópaskeri um kr. 500.000 fyrir árið 2025.
8.Ósk um umsögn um tímabundið áfengisleyfi vegna viðburðar í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri
Málsnúmer 202506013Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um tímabundð áfengisleyfi frá Stefáni Hauki Grímssyni vegna viðburðar í tengslum við Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
9.Ósk um umsögn um tímabundið áfengisleyfi vegna dansleikjar í Íþróttahöllinni á Húsavík í tilefni Mærudaga - bæjarhátíðar á Húsavík
Málsnúmer 202506009Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um tímabundið áfengisleyfi frá Íþróttafélaginu Völsungi vegna dansleikjar í íþróttahöllinni á Húsavík í tilefni Mærudaga - bæjarhátíðar á Húsavík.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
10.Drög að uppfærðri stöðuskýrslu um innleiðingu Árósarsamningsins
Málsnúmer 202506010Vakta málsnúmer
Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið vill vekja athygli á því drög að skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi. Drög hafa verið birt í samráðsgátt til kynningar og athugasemda. Þá vill ráðuneytið hvetja öll þau sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 30. júní nk.
Lagt fram til kynningar.
11.Til umsagnar 429.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Málsnúmer 202506021Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 429. mál
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 980. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
13.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 3. júní sl.
Byggðarráð vísar liðum nr. 1,3,6 og 7 til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 5 til stjórnar Hafnasjóðs.
Byggðarráð hafnar beiðni í lið nr. 4.
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 5 til stjórnar Hafnasjóðs.
Byggðarráð hafnar beiðni í lið nr. 4.
14.Aðalfundur MMÞ 2025
Málsnúmer 202505064Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar MMÞ sem haldinn var 26. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir stjórnar MMÞ
Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundagerð stjórnarfundar MMÞ sem haldinn var 26. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Aðalfundur Verslunarhússins á Kópaskeri fyrir árið 2024
Málsnúmer 202506023Vakta málsnúmer
Aðalfundur Verslunarhússins á Kópaskeri 2024 verður haldinn í Skerjakollu þann 25. júní 2025 kl. 18:30.
Lagt fram til kynningar.
17.Aðalfundur Fjárfestingafélag Þingeyinga hf.2025
Málsnúmer 202505097Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. haldinn þann 6. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.