Fara í efni

Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 455. fundur - 01.02.2024

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 10. janúar sl.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar undir fundarlið 2) húsnæðisáætlun.
Ráðið vísar lið 4) gámasvæði Raufarhafnar til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Ráðið vísar lið 5) jarðhitaleit á og við Raufarhöfn til umfjöllunar hjá Orkuveitu Húsavíkur.

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 180. fundur - 06.02.2024

Á 455. fundi byggðarráðs 1. febrúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Ráðið vísar lið 4) gámasvæði Raufarhafnar til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma á laugardagsopnun á gámasvæði Raufarhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki að setja upp manngengt hlið við gámasvæðið.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 251. fundur - 12.03.2024

Á 455. fundi byggðarráðs þann 1. febrúar var 5. lið í fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar vísað til umfjöllunar hjá Orkuveitu Húsavíkur. Þar sem óskað er eftir að Orkuveita Húsavíkur sæki um styrk í Orkusjóð næstkomandi vor til jarðhitaleitar í og við Raufarhöfn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að afla frekari gagna um fyrri jarðhitaleitir og leggja fyrir stjórn að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 474. fundur - 05.09.2024

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 19. ágúst sl.
Byggðarráð vísar eftirfarandi málum í neðangreindan farveg:
1. Sölumál eigna - ráðið þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir góða samantekt á afstöðu sinnu og hefur ábendingar ráðsins til hliðsjónar við ákvörðunartöku á næstu misserum.
2. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla umbeðinna upplýsinga og miðla áfram til hverfisráðs.
3. Bílhræ og annað drasl - byggðarráð þakkar góða ábendingu og felur sveitarstjóra að vera í samtali við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra um málið.
4. Vegur um Melrakkasléttu - byggðarráð felur sveitarstjóra að beita sér í málinu og vera í samtali við Vegagerðina.

Byggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 5. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 487. fundur - 13.02.2025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 24. janúar sl.
Byggðarráð vísar liðum 2 og 3 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vekja athygli stjórnar DA sf. á 5. lið fundargerðarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 211. fundur - 18.02.2025

Byggðarráð vísar liðum 2 og 3 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs. Í 2. lið fundargerðarinnar hvetur hverfisráð til þess að unnið verði deiliskipulag á Raufarhöfn með það að markmiði að útvega par- og raðhúsalóðir auk þess sem vöntun sé á iðnaðarlóðum á Raufarhöfn. Ennfremur hvetur ráðið til þess að tekið verði upp samtal við Byggðastofnun vegna tilraunaverkefnis sem felur í sér byggingu iðnaðarbila. Í 3. lið fundargerðar ítrekar hverfisráð fyrri bókanir vegna götulýsingar á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hefja deiliskipulagsvinnu á Raufarhöfn á yfirstandandi ári. Enn hefur þó ekki verið ákveðið hvaða svæði verður tekið undir í skipulagsvinnunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka hugmyndir um lýsingu við Aðalbraut til umræðu við umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar á næsta samráðsfundi.

Byggðarráð Norðurþings - 493. fundur - 23.04.2025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 18. mars sl.
Byggðarráð vísar lið nr. 3 í fundargerð til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Byggðarráð vísar lið nr. 4 í fundargerð til fjölskylduráðs.

Aðrir liðir fundargerðar lagðir fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 215. fundur - 29.04.2025

Á 493. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar lið nr. 4 í fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til fjölskylduráðs.
Ekki eru gerðar neinar athugasemdir er varða íþrótta- og tómstundastefnu.
Jafnlaunavottun: Síðasta endurskoðun var 2023 og gildir til 2026.

Aðrar athugasemdir verða til hliðsjónar við endurskoðun þjónustustefnu Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 216. fundur - 29.04.2025

Á 493. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar lið nr. 3 í fundargerð til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar úrbótum á tjaldsvæði Raufarhafnar til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2026.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 220. fundur - 10.06.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar. Til umræðu eru þau mál er snúa að ráðinu.
Fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar:
Liður 1:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendingarnar og tekur undir áhyggjur hverfisráðs um þá fokhættu sem skapast af húsum á SR-lóðinni.

Liður 3:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að funda með Félagi æðarræktenda á Melrakkasléttu.

Liður 6:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa samband við eiganda hússins og kanna framtíðaráform viðkomandi varðandi eignina.

Liður 7:
Hverfisráð Raufarhafnar mun fá viðbrögð við athugasemdum sínum, er varða vinnu við aðalskipulag Norðurþings, þegar þau liggja fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 498. fundur - 12.06.2025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 3. júní sl.
Byggðarráð vísar liðum nr. 1,3,6 og 7 til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Byggðarráð vísar lið nr. 5 til stjórnar Hafnasjóðs.
Byggðarráð hafnar beiðni í lið nr. 4.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 34. fundur - 19.06.2025

Byggðarráð vísaði lið nr. 5 í fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar er varðar Hafskipabryggju til stjórnar Hafnasjóðs.
Rekstrarstjóri var á fundi í síðustu viku á Raufarhöfn þar sem farið var yfir komu þeirra skemmtiferðaskipa sem boðað hafa komu sína til Raufarhafnar í sumar og rætt var við hagaðila í samfélaginu. Rétt er að benda á að hér er verið að taka fyrstu skrefin í komu skemmtiferðaskipa til Raufarhafnar og mun umfang þessarar starfsemi ráðast á næstu árum.

Fjölskylduráð - 221. fundur - 24.06.2025

Á 498. fundi byggðarráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Byggðarráð vísar lið nr. 2 til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð vísar í að samningur við Félag eldri borgara á Raufarhöfn mun renna út um áramót og viðræður um nýjan samning munu eiga sér stað milli félagsmálastjóra og Félags eldri borgara á Raufarhöfn á haustdögum.

Byggðarráð Norðurþings - 500. fundur - 17.07.2025

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 01.07.2025.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið.

Ráðið hvetur þá aðila sem hafa látið sig málið varða að koma með hugmyndir um framtíð Hnitbjarga á Raufarhöfn.