Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Ósk um lausn undan störfum
Málsnúmer 202503073Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Örnu Ýr um lausn undan störfum í starfshópi um endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Örnu Ýr lausn undan störfum í starfshópi um endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.
2.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur að skipa í stað Örnu Ýrar í starfshóp um endurskoðun skólastefnu. Lagt er til að Kristinn Jóhann Lund verði skipaður í hópinn í stað Örnu.
Einnig eru drög að endurskoðaðri skólastefnu og læsisstefnu Norðurþings lögð fram til kynningar.
Einnig eru drög að endurskoðaðri skólastefnu og læsisstefnu Norðurþings lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu um að Kristinn Jóhann Lund verði skipaður í hópinn í stað Örnu Ýrar.
Fjölskylduráð þakkar Gunnþóri Eyfjörð fyrir greinargóða kynningu á drögum að mennta- og læsisstefnu Norðurþings. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna drögin og óska umsagna frá eftirfarandi aðilum:
Skólastjórnendum og starfsfólki í leik- og grunnskólum Norðurþings.
Skólaráðum og foreldrafélögum í leik- og grunnskólum Norðurþings.
Félagsþjónustu Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Gunnþóri Eyfjörð fyrir greinargóða kynningu á drögum að mennta- og læsisstefnu Norðurþings. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna drögin og óska umsagna frá eftirfarandi aðilum:
Skólastjórnendum og starfsfólki í leik- og grunnskólum Norðurþings.
Skólaráðum og foreldrafélögum í leik- og grunnskólum Norðurþings.
Félagsþjónustu Norðurþings.
3.Reglur Norðurþings um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr.382018
Málsnúmer 202105155Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um frístundarþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundarþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir börn með langvarandi stuðningsþarfir.
Málsnúmer 202105140Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og ungmenni
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og ungmenni og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
5.Reglur um skammtímadvöl
Málsnúmer 202102004Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um skammtímadvöl fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um skammtímadvöl fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
6.Reglur Norðurþings um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Málsnúmer 202101037Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Trúnaðarmál
8.Svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.
Málsnúmer 202504044Vakta málsnúmer
Þorleifur Kr. Níelsson verkefnisstjóri farsældar kynnir svæðisbundið farsældarráð.
Fjölskylduráð þakkar Þorleifi Kr. Níelssyni fyrir komuna á fundinn og kynninguna.
9.Tónlistarhátíðin HnoðRi 2025
Málsnúmer 202504049Vakta málsnúmer
Einar Óli Ólafsson sækir um fjárstuðning kr. 500.000 vegna tónlistarhátíðarinnar Hnoðra 2025.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um 150.000 kr.
Ísak Már Aðalsteinsson, Jónas Þór Viðarsson og Bylgja Steingrímsdóttir véku af fundi undir þessum lið.
Ísak Már Aðalsteinsson, Jónas Þór Viðarsson og Bylgja Steingrímsdóttir véku af fundi undir þessum lið.
10.17.júní hátíðarhöld 2025
Málsnúmer 202501012Vakta málsnúmer
Dagskrá fyrir 17. júní hátíðarhöld 2025 lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna á Húsavík og felur fjölmenningarfulltrúa að ræða við íþróttafélög á Kópaskeri og Raufarhöfn varðandi hátíðardagskrá á hvoru svæði fyrir sig.
11.Erindi frá Hestamannafélaginu Feyki
Málsnúmer 202504027Vakta málsnúmer
Hestamannafélagið Feykir óskar eftir samstarfi vegna æskulýðsstarfs félagsins. Óskað er eftir að gera samning fyrir árið 2025 og til lengri tíma. Auk þess óskar félagið eftir undanþágu til að hægt sé að nýta frístundarstyrk upp í námskeiðisgjöld.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Hestamannafélagið Feyki um 250.000 krónur vegna reiðnámskeiða barna árið 2025 og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að hefja samtal við Hestamannafélagið Feyki vegna styrktarsamnings til lengri tíma.
Fjölskylduráð heimilar einnig undanþágu frá reglum um nýtingu frístundastyrkja vegna lengdar námskeiðs.
Fjölskylduráð heimilar einnig undanþágu frá reglum um nýtingu frístundastyrkja vegna lengdar námskeiðs.
12.Íþróttafélagið Þingeyingur - ársreikningur 2024
Málsnúmer 202504081Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársreikningur Íþróttafélagsins Þingeyings vegna 2024. Einnig óskar félagið eftir samtali varðandi verkefnið íþróttaæfingar á skólatíma eins og ráð er gert fyrir í samningi þar um. Fara þar yfir veturinn og framhaldið á verkefninu.
Ársreikningur Íþróttafélagsins Þingeyings vegna 2024 lagður fram til kynningar. Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að hefja samtal við Íþróttafélagið Þingeying um nýjan styrktarsamning.
13.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Á 493. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar lið nr. 4 í fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til fjölskylduráðs.
Byggðarráð vísar lið nr. 4 í fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til fjölskylduráðs.
Ekki eru gerðar neinar athugasemdir er varða íþrótta- og tómstundastefnu.
Jafnlaunavottun: Síðasta endurskoðun var 2023 og gildir til 2026.
Aðrar athugasemdir verða til hliðsjónar við endurskoðun þjónustustefnu Norðurþings.
Jafnlaunavottun: Síðasta endurskoðun var 2023 og gildir til 2026.
Aðrar athugasemdir verða til hliðsjónar við endurskoðun þjónustustefnu Norðurþings.
Fundi slitið - kl. 11:25.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 9-10.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 11 og 12.
Gunnþór E. Gunnþórsson, frá Ásgarði, sat fundinn undir lið 2.
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnisstjóri farsældar hjá SSNE, sat fundinn undir lið 8.