Fara í efni

Svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 202504044

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 215. fundur - 29.04.2025

Þorleifur Kr. Níelsson verkefnisstjóri farsældar kynnir svæðisbundið farsældarráð.
Fjölskylduráð þakkar Þorleifi Kr. Níelssyni fyrir komuna á fundinn og kynninguna.

Fjölskylduráð - 224. fundur - 16.09.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Þorleifi Kr. Níelssyni um þátttöku í farsældarráði Norðurlands eystra.
Fjölskylduráð tilnefnir sviðsstjóra á velferðarsviði sem aðalmann og félagsmálastjóra sem varamann í farsældarráð Norðurlands eystra.

Fjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur að samþykkja formlega samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra, áður hafði verið tilnefnt f.h. sveitarfélagsins í ráðið á fundi fjölskylduráðs þann 16. september sl.
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Á 228. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Fyrirliggjandi samningsdrög eru samþykkt samhljóða.