Fara í efni

Fjölskylduráð

228. fundur 28. október 2025 kl. 08:30 - 12:05 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Ólöf Rún Pétursdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Huld Hafliðadóttir, Kristrún Ýr Óskarsdóttir, foreldrar barna í Borgarhólsskóla, Arna Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri stoðþjónustu í Borgarhólsskóla, Ingólfur Jónsson f.h. kennara, Daniel Chandrachur Annisius og Daniel Poul Purkhús f.h. foreldrafélags Borgarhólsskóla sátu fundinn undir lið 1.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla, Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla og Elva Héðinsdóttir f.h. foreldra barna í Borgarhólsskóla sátu fundinn undir lið 2.

Birna Björnsdóttir f.h. foreldra barna í Grunnskólanum á Raufarhöfn sat fundinn undir lið 3.

Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs, sat fundinn undir lið 14.

Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 5 og 15.

Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn í fjarfundi undir liðum 6 - 9.

Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 11 - 14.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Erindi vegna morgunmatar barna í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202510080Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Huld Hafliðadóttur og Kristrúnu Ýr Óskarsdóttur vegna morgunmatar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð þakkar Huld og Kristrúnu fyrir komuna á fundinn.

Heildarhagsmunir barna skipta hér mestu máli. Það er mat fjölskylduráðs að hér sé verið að tryggja að öll börn, óháð heimilisaðstæðum þeirra, fái góðan morgunverð á skólatíma, fjölskyldum að kostnaðarlausu.
Haft var samráð við skólastjórnendur og yfirmatráð og unnið eftir tillögum sem óskað var eftir frá þeim. Stjórnendur höfðu í kjölfarið mikið fyrir því að hliðra til og endurskipuleggja stundatöflur til að morgunverðurinn gæti verið hluti af stundatöflu nemenda. Einnig hafði hvatning komið frá Foreldrafélagi Borgarhólsskóla um að koma aftur á morgunverði í skólanum.
Eftir fyrstu tvo mánuði skólaársins er, samkvæmt skólastjóra, mikil ánægja með morgunverðinn. Þó er vissulega komin stutt reynsla á fyrirkomulag hans og án efa hægt að endurskoða skipulagið þegar meiri reynsla er komin á.
Þær fjölskyldur sem kjósa að eiga morgunstund heima fyrir skóla geta gert það áfram. Fjölskylduráð bendir á að nemendum er ekki skylt að neyta morgunverðar í skólanum þó svo að hann sé hluti af stundaskrá.
Útilokað er að taka morgunverðinn af án tafar þar sem áhrif þess á stundatöflu yrðu of mikil og ekki hægt að fara í það viðamiklar breytingar á miðju skólaári.
Fjölskylduráð telur sig hafa farið að öllum lögum við framkvæmd þessarar ákvörðunar sem og öðrum ákvörðunum sem ráðið tekur.

2.Erindi varðandi viðhald og aðstæður á Leikskólanum Grænuvöllum

Málsnúmer 202510069Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Sigríði Valdísi Sæbjörnsdóttur, leikskólastjóra Grænuvalla, varðandi viðhald og aðstæður á Grænuvöllum.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði Valdísi, Helgu og Elvu fyrir komuna á fundinn og beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs að taka tillit til athugasemdanna við gerð framkvæmdaáætlunar 2026 - 2029.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - starfsemi

Málsnúmer 202510082Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn.
Sviðsstjóri upplýsti ráðið um starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn en vegna forfalla starfsfólks færist skólastarf tímabundið yfir í Öxarfjarðarskóla. Búið er að gera viðeigandi rástafanir varðandi skólaakstur.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn á næsta fundi ráðsins.

4.Gjaldskrár Norðurþings 2026

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrár velferðarsviðs 2026.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár velferðarsviðs 2026 með 4,2% hækkun og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202510066Vakta málsnúmer

Stefanotours ehf sækir um 100.000kr styrk í lista- og menningarsjóð vegna útgáfu barnabókar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Stefanotours ehf um 100.000 kr.

7.Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra 2026

Málsnúmer 202510059Vakta málsnúmer

Staðfesting á samstarfi við Akureyrarbæ og önnur sveitarfélög á Norðurlandi eystra vegna umsóknar í Uppbyggingarsjóð SSNE v. Hinsegin hátíðar 2026.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf vegna Hinsegin hátíðar 2026.

8.Samstarf vegna listasýningarinnar BORGARAR

Málsnúmer 202510070Vakta málsnúmer

Akureyrarbær óskar eftir samstarfi vegna umsóknar í Uppbyggingarsjóð SSNE fyrir listasýningunni BORGARAR.
Fjölskylduráð samþykkir samstarf vegna umsóknar í Uppbyggingarsjóð SSNE fyrir listasýningunni BORGARAR.

9.Tendrun jólatrésins á Húsavík 2025

Málsnúmer 202508024Vakta málsnúmer

Til kynningar er fyrirhuguð dagsetning og drög að dagskrá jólatréstendrunar á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

10.Beiðni um samstarf - STEM Húsavík

Málsnúmer 202510079Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir beiðni um samstarf vegna fyrirhugaðrar ráðstefnum haustið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að vera samstarfsaðili í verkefninu Úti saman - Heilsueflandi samfélag í verki. Ráðið samþykkir að leggja til húsnæði fyrir verkefnið þegar þar að kemur.

11.Erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna Íþróttahúss á Kópaskeri

Málsnúmer 202510038Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir frekari upplýsingar og óskir frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna uppbyggingar á líkamsrækt á Kópaskeri
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um 500.000 kr. til tækjakaupa.

12.Ósk um að hafin verði greiningarvinna á uppbyggingu á húsnæði fyrir líkamsrækt á Húsavík

Málsnúmer 202510081Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi þar sem Benóný Valur Jakobsson, Ísak Már Aðalsteinsson og Rebekka Ásgeirsdóttir leggja til, fyrir hönd Samfylkingarinnar, að hafin verði greiningarvinna á uppbyggingu á húsnæði fyrir líkamsrækt á Húsavík.
Fjölskyldráð samþykkir tillögu Benónýs, Ísaks og Rebekku. Ráðið leggur til að greiningarvinnan verði unnin samhliða áframhaldandi vinnu við gerð stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.

13.Endurnýjun á stúku og gólfefni í sal Íþróttahallarinnar á Húsavík

Málsnúmer 202510074Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á velferðarsviði kynnir vinnu vegna nýs gólfefnis og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

14.Ósk um viðræður um nýjan þjónustusamning við Völsung

Málsnúmer 202509018Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á velferðarsviði og framkvæmdarstjóri Völsungs fara yfir stöðu mála vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi fyrir komuna á fundinn og mun taka málið aftur upp á næsta fundi ráðsins.

15.Svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 202504044Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur að samþykkja formlega samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra, áður hafði verið tilnefnt f.h. sveitarfélagsins í ráðið á fundi fjölskylduráðs þann 16. september sl.
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrög og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:05.