Erindi vegna morgunmatar barna í Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202510080
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Huld Hafliðadóttur og Kristrúnu Ýr Óskarsdóttur vegna morgunmatar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð - 230. fundur - 25.11.2025
Huld Hafliðadóttir og Kristrún Ýr Óskarsdóttir óska eftir því að meðfylgjandi erindi verði lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Hjálmari Boga og Ingólfi fyrir komuna á fundinn.
Erindi lagt fram til kynningar.
Erindi lagt fram til kynningar.
Heildarhagsmunir barna skipta hér mestu máli. Það er mat fjölskylduráðs að hér sé verið að tryggja að öll börn, óháð heimilisaðstæðum þeirra, fái góðan morgunverð á skólatíma, fjölskyldum að kostnaðarlausu.
Haft var samráð við skólastjórnendur og yfirmatráð og unnið eftir tillögum sem óskað var eftir frá þeim. Stjórnendur höfðu í kjölfarið mikið fyrir því að hliðra til og endurskipuleggja stundatöflur til að morgunverðurinn gæti verið hluti af stundatöflu nemenda. Einnig hafði hvatning komið frá Foreldrafélagi Borgarhólsskóla um að koma aftur á morgunverði í skólanum.
Eftir fyrstu tvo mánuði skólaársins er, samkvæmt skólastjóra, mikil ánægja með morgunverðinn. Þó er vissulega komin stutt reynsla á fyrirkomulag hans og án efa hægt að endurskoða skipulagið þegar meiri reynsla er komin á.
Þær fjölskyldur sem kjósa að eiga morgunstund heima fyrir skóla geta gert það áfram. Fjölskylduráð bendir á að nemendum er ekki skylt að neyta morgunverðar í skólanum þó svo að hann sé hluti af stundaskrá.
Útilokað er að taka morgunverðinn af án tafar þar sem áhrif þess á stundatöflu yrðu of mikil og ekki hægt að fara í það viðamiklar breytingar á miðju skólaári.
Fjölskylduráð telur sig hafa farið að öllum lögum við framkvæmd þessarar ákvörðunar sem og öðrum ákvörðunum sem ráðið tekur.