Fara í efni

Fjölskylduráð

230. fundur 25. nóvember 2025 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Alexander Gunnar Jónasson varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hjálmar Bogi Hafliðason, staðgengill skólastjóra Borgarhólsskóla og Ingólfur Jónsson, fulltrúi kennara, sátu fundinn undir lið 1.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 1-3 og 8 og 9.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Benedikt Þorri Sigurjónsson, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir lið 2.

Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra barna í Grunnskólanum á Raufarhöfn sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 3.

Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs, sat fundinn undir lið 5.

Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 6-9.

Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 3 og 5, 8 og. 9.

Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 8 og 9.

1.Erindi vegna morgunmatar barna í Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202510080Vakta málsnúmer

Huld Hafliðadóttir og Kristrún Ýr Óskarsdóttir óska eftir því að meðfylgjandi erindi verði lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Hjálmari Boga og Ingólfi fyrir komuna á fundinn.
Erindi lagt fram til kynningar.

2.Erindi frá foreldraráði Grænuvalla

Málsnúmer 202511035Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá foreldraráði Leikskólans Grænuvalla.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði Valdísi, Helgu og Benedikt Þorra fyrir komuna á fundinn.
Erindi lagt fram til kynningar.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - starfsemi

Málsnúmer 202510082Vakta málsnúmer

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grunnskólans á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð þakkar Birnu fyrir komuna á fundinn. Fjölskylduráð ákveður að skólastarf grunnskólabarna á Raufarhöfn verði í Lundi út skólaárið 2025 - 2026. Ráðið felur
sviðsstjóra velferðarsviðs, í samráði við skólastjóra Öxarfjarðarskóla, að útfæra skólastarfið og ganga frá skólaakstri samhliða.

4.Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 202511053Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar bréf frá Miðstöð menntunar og skjólaþjónustu þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög samþykki öll sem eitt sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að leita eftir áliti skólastjórnenda í sveitarfélaginu á sameiginlegu innritunartímabili.

5.Ósk um viðræður um nýjan þjónustusamning við Völsung

Málsnúmer 202509018Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að nýjum 3 ára samstarfssamningi við Íþróttafélagið Völsung til samþykktar.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi Halldóri fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög við Íþróttafélagið Völsung og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.

6.Beiðni um umsögn hagaðila - Gæðaviðmið fyrir félagsþjónustu

Málsnúmer 202510103Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar lokadrög að gæðaviðmiðum fyrir félagsþjónustu á Íslandi í kjölfar beiðni Gæða- og eftirlitsstofnunar um umsögn þjónustuveitenda og annarra hagaðila um lokadrögin.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur þjónustustefnu Norðurþings til úrvinnslu.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að uppfæra stefnuna m.t.t. yfirferðar fjölskylduráðs.

8.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um áætlanir vegna 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.

9.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka

Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer

Á 509. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar hagræðingartillögum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði. Sveitarstjóra er falið að fylgja tillögunum eftir inn í ráðunum.
Fjölskylduráð samþykkir að stefna á hagræðingu í rekstri upp á 68.650.000 kr. og felur sviðsstjóra á velferðarsviði að vinna að hagræðingartillögum samhliða lokavinnu við fjárhagsáætlunargerð 2026 - 2029. Ráðið vísar hagræðingartillögum til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:45.