Fara í efni

Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 202511053

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 230. fundur - 25.11.2025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar bréf frá Miðstöð menntunar og skjólaþjónustu þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög samþykki öll sem eitt sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að leita eftir áliti skólastjórnenda í sveitarfélaginu á sameiginlegu innritunartímabili.

Fjölskylduráð - 231. fundur - 02.12.2025

Á 230. fundi fjölskylduráðs var sviðsstjóra velferðarsviðs falið að leita eftir áliti skólastjórnenda í sveitarfélaginu á sameiginlegu innritunar- og umsóknartímabili. Álit þeirra liggur nú fyrir til upplýsinga fyrir fjölskylduráð.
Fjölskylduráð samþykkir sameiginleg innritunar- og umsóknartímabil fyrir grunnskóla í Norðurþingi.