Ósk um viðræður um nýjan þjónustusamning við Völsung
Málsnúmer 202509018
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 224. fundur - 16.09.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá aðalstjórn Völsungs um að hefja samtal um endurnýjun á þjónustusamningi við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir erindi aðalstjórnar Völsungs og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að hefja samtalið um endurnýjun þjónustusamnings.
Fjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025
Verkefnastjóri á velferðarsviði og framkvæmdarstjóri Völsungs fara yfir stöðu mála vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi fyrir komuna á fundinn og mun taka málið aftur upp á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 229. fundur - 18.11.2025
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um nýjan þjónustusamning við Völsung.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að ganga frá samningi við Íþróttafélagið Völsung samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum og legga fyrir ráðið að nýju.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið og í stað hennar kom Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður hennar, inn á fundinn.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið og í stað hennar kom Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður hennar, inn á fundinn.
Fjölskylduráð - 230. fundur - 25.11.2025
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að nýjum 3 ára samstarfssamningi við Íþróttafélagið Völsung til samþykktar.
Fjölskylduráð þakkar Jónasi Halldóri fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög við Íþróttafélagið Völsung og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.