Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Íslensku menntaverðlaunin 2025
Málsnúmer 202511008Vakta málsnúmer
Íslensku menntaverðlaunin 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember.
Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík hlutu verðlaun fyrir þróunarverkefnið Lítil skref á leið til læsis, en verkefnið er samstarfsverkefni skólanna tveggja um málörvun og læsi.
Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík hlutu verðlaun fyrir þróunarverkefnið Lítil skref á leið til læsis, en verkefnið er samstarfsverkefni skólanna tveggja um málörvun og læsi.
Fjölskylduráð óskar Leikskólanum Grænuvöllum og Borgarhólsskóla, ásamt samstarfsaðilum, innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin og þá viðurkenningu sem þau eru á því frábæra starfi sem fram fer í skólunum.
Viðurkenningarathöfn verður í Sjóminjasafninu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:15 að því tilefni.
Viðurkenningarathöfn verður í Sjóminjasafninu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:15 að því tilefni.
2.Tendrun jólatrés á Kópaskeri og Raufarhöfn 2025
Málsnúmer 202510090Vakta málsnúmer
Til kynningar er dagskrá jólatréstendrana á Kópaskeri og Raufarhöfn
Lagt fram til kynningar.
3.Samstarf til að efla lýðræðislega þátttöku innflytjenda
Málsnúmer 202510109Vakta málsnúmer
Óskað er eftir samstarfi Norðurþings vegna verkefnisins Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda.
Fjölskylduráð þakkar Magneu Marinósdóttur fyrir komuna á fundinn og samþykkir þátttöku í verkefninu. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að fylgja málinu eftir.
4.Erindi varðandi greiðslur starfsmanna Leikskólans Grænuvalla fyrir skráningardaga
Málsnúmer 202511004Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá starfsfólki Grænuvalla, sem eru jafnframt foreldrar barna á Grænuvöllum, þar sem óskað er eftir því að fjölskylduráð gefi starfsmannaafslátt af skráningardögum.
Gjaldskrá leikskóla var breytt 1. ágúst sl. Þá var gjald fyrir sex tíma vistun lækkað um 50% og gjald fyrir sjö og átta tíma vistun lækkað sérstaklega vegna sérskráningardaganna um 9%. Eftir það tók öll gjaldskráin 2,5% hækkun, til samræmis við stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024.
3. apríl staðfesti sveitarstjórn breytingar á starfsreglum leikskóla sem m.a. höfðu í för með sér 75% afslátt fyrir starfsfólk leikskóla af vistunargjöldum.
Kostnaðarhlutdeild foreldra af heildarkostnaði við rekstur leikskóla er um 9%.
Meirihluti fölskylduráðs hafnar því að veita frekari afslætti til starfsmanna af leikskólagjöldum en nú er gert, eins og óskað er eftir í erindi.
Alexander Gunnar Jónasson vék af fundinum undir þessum lið.
3. apríl staðfesti sveitarstjórn breytingar á starfsreglum leikskóla sem m.a. höfðu í för með sér 75% afslátt fyrir starfsfólk leikskóla af vistunargjöldum.
Kostnaðarhlutdeild foreldra af heildarkostnaði við rekstur leikskóla er um 9%.
Meirihluti fölskylduráðs hafnar því að veita frekari afslætti til starfsmanna af leikskólagjöldum en nú er gert, eins og óskað er eftir í erindi.
Alexander Gunnar Jónasson vék af fundinum undir þessum lið.
5.Iðavellir 8 - húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202509024Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8.
Fjölskylduráð þakkar Katli Gauta, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, fyrir yfirferðina á húsnæðisaðstæðum á Iðavöllum 8. Ráðið leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að myndaður verði spretthópur og að Jón Höskuldsson, sviðsstjóri velferðarsviðs, sitji í hópnum fyrir hönd fjölskylduráðs. Hlutverk hópsins yrði að koma með tillögur að úrbótum og leggja fyrir ráðið að nýju.
Alexander Gunnar Jónasson, fulltrúi M-lista, óskar bókað:
Það er miður hversu slæm staða er orðin í málefnum Leikskólans Grænuvalla. Mikilvægt er að leggja áherslu á að koma Iðavöllum 8 (húsnæði í eigu Norðurþings) í viðunandi ástand sem allra fyrst. Ég er alfarið á móti öllum hugmyndum um að færa starfsemina á leigumarkað.
Alexander Gunnar Jónasson, fulltrúi M-lista, óskar bókað:
Það er miður hversu slæm staða er orðin í málefnum Leikskólans Grænuvalla. Mikilvægt er að leggja áherslu á að koma Iðavöllum 8 (húsnæði í eigu Norðurþings) í viðunandi ástand sem allra fyrst. Ég er alfarið á móti öllum hugmyndum um að færa starfsemina á leigumarkað.
6.Ósk um viðræður um nýjan þjónustusamning við Völsung
Málsnúmer 202509018Vakta málsnúmer
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um nýjan þjónustusamning við Völsung.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að ganga frá samningi við Íþróttafélagið Völsung samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum og legga fyrir ráðið að nýju.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið og í stað hennar kom Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður hennar, inn á fundinn.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið og í stað hennar kom Heiðar Hrafn Halldórsson, varamaður hennar, inn á fundinn.
7.Samstarfssamningur Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur
Málsnúmer 202511023Vakta málsnúmer
Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir að hefja viðræður vegna endurnýjunar á samstarfssamngi sem er í gildi til 31.12.2025
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að hefja viðræður um endurnýjun samstarfssamnings við Golfklúbb Húsavíkur.
8.Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ
Málsnúmer 202511028Vakta málsnúmer
54. sambandsþing UMFÍ var haldið í Stykkishólmi dagana 10. - 12. október sl. Í kjölfar þingsins voru hvatningar og áskoranir sendar til sveitarfélaga.
Fjölskylduráð þakkar fyrir hvatninguna. Norðurþing styður vel við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og er frekari uppbygging fyrirhuguð á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Eins er búið að koma á samþættingarverkefni fyrir yngri börn á Húsavík og í Öxarfirði.
Ráðið tekur undir ályktun sambandsþings UMFÍ og skorar á ríkið að koma betur að rekstrarumhverfi íþróttafélaga og bendir sérstaklega á takmarkað framlag í Ferðasjóð ÍSÍ sem staðið hefur í stað frá 2017.
Ráðið tekur undir ályktun sambandsþings UMFÍ og skorar á ríkið að koma betur að rekstrarumhverfi íþróttafélaga og bendir sérstaklega á takmarkað framlag í Ferðasjóð ÍSÍ sem staðið hefur í stað frá 2017.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 2 og 3.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Christin Irma Schröder, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir liðum 4 og 5.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sat fundinn undir lið 5.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 6-8.