Fara í efni

Íslensku menntaverðlaunin 2025

Málsnúmer 202511008

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 229. fundur - 18.11.2025

Íslensku menntaverðlaunin 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 4. nóvember.

Leikskólinn Grænuvellir og Borgarhólsskóli á Húsavík hlutu verðlaun fyrir þróunarverkefnið Lítil skref á leið til læsis, en verkefnið er samstarfsverkefni skólanna tveggja um málörvun og læsi.
Fjölskylduráð óskar Leikskólanum Grænuvöllum og Borgarhólsskóla, ásamt samstarfsaðilum, innilega til hamingju með Íslensku menntaverðlaunin og þá viðurkenningu sem þau eru á því frábæra starfi sem fram fer í skólunum.
Viðurkenningarathöfn verður í Sjóminjasafninu miðvikudaginn 19. nóvember kl. 16:15 að því tilefni.