Fara í efni

Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 202511028

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 229. fundur - 18.11.2025

54. sambandsþing UMFÍ var haldið í Stykkishólmi dagana 10. - 12. október sl. Í kjölfar þingsins voru hvatningar og áskoranir sendar til sveitarfélaga.
Fjölskylduráð þakkar fyrir hvatninguna. Norðurþing styður vel við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað og er frekari uppbygging fyrirhuguð á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Eins er búið að koma á samþættingarverkefni fyrir yngri börn á Húsavík og í Öxarfirði.
Ráðið tekur undir ályktun sambandsþings UMFÍ og skorar á ríkið að koma betur að rekstrarumhverfi íþróttafélaga og bendir sérstaklega á takmarkað framlag í Ferðasjóð ÍSÍ sem staðið hefur í stað frá 2017.