Fara í efni

Erindi varðandi greiðslur starfsmanna Leikskólans Grænuvalla fyrir skráningardaga

Málsnúmer 202511004

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 229. fundur - 18.11.2025

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá starfsfólki Grænuvalla, sem eru jafnframt foreldrar barna á Grænuvöllum, þar sem óskað er eftir því að fjölskylduráð gefi starfsmannaafslátt af skráningardögum.
Gjaldskrá leikskóla var breytt 1. ágúst sl. Þá var gjald fyrir sex tíma vistun lækkað um 50% og gjald fyrir sjö og átta tíma vistun lækkað sérstaklega vegna sérskráningardaganna um 9%. Eftir það tók öll gjaldskráin 2,5% hækkun, til samræmis við stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024.
3. apríl staðfesti sveitarstjórn breytingar á starfsreglum leikskóla sem m.a. höfðu í för með sér 75% afslátt fyrir starfsfólk leikskóla af vistunargjöldum.
Kostnaðarhlutdeild foreldra af heildarkostnaði við rekstur leikskóla er um 9%.

Meirihluti fölskylduráðs hafnar því að veita frekari afslætti til starfsmanna af leikskólagjöldum en nú er gert, eins og óskað er eftir í erindi.

Alexander Gunnar Jónasson vék af fundinum undir þessum lið.