Iðavellir 8 - húsnæðisaðstæður
Málsnúmer 202509024
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 229. fundur - 18.11.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.11.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal um húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, í samvinnu við sviðsstjóra velferðarsviðs, að setja saman hóp sem vinnur málið áfram og leggur fyrir ráðið að nýju.
Alexander Gunnar Jónasson, fulltrúi M-lista, óskar bókað:
Það er miður hversu slæm staða er orðin í málefnum Leikskólans Grænuvalla. Mikilvægt er að leggja áherslu á að koma Iðavöllum 8 (húsnæði í eigu Norðurþings) í viðunandi ástand sem allra fyrst. Ég er alfarið á móti öllum hugmyndum um að færa starfsemina á leigumarkað.