Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

231. fundur 13. janúar 2026 kl. 13:00 - 14:40 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
  • Birna Björnsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Eyrún Torfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Torfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Iðavellir 8 - húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202509024Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála varðandi húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8.
Lagt fram til kynningar.

2.Kauptilboð AG Verks ehf.í fasteign á SR-lóð á Raufarhöfn

Málsnúmer 202511062Vakta málsnúmer

Á 511. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að taka ákvörðun um sölu á húsinu að svo stöddu og felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ræða við AG verk um mögulega nýtingu á húsinu.

3.Ósk um umsögn á aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045, mál nr.1030/2023

Málsnúmer 202512104Vakta málsnúmer

Múlaþing óskar umsagnar um tillögu að fyrsta heildstæða aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045. Skipulagstillagan er komin í auglýsingu með athugasemdafresti til 9. febrúar 2026. Kynning fer fram um Skipulagsgátt.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

4.Ósk um umsögn vegna vindorkuvers á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi Langanesbyggð

Málsnúmer 202601007Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna kynningar matsáætlunar fyrir vindorkuver á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Til kynningar er matsáætlun vegna verksins dags. 11. desember 2025 sem unnin er af Eflu. Matsáætlunin fjallar um 533 MW vindorkuvirkjun á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Kynningartími er til 2. febrúar 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.

5.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á 2.hæð verbúða við Hafnarstétt 17, Húsavík

Málsnúmer 202601010Vakta málsnúmer

Verbúðir ehf óska eftir byggingarleyfi til breytinga á 2. hæð Hafnarstéttar 17 á Húsavík. Breytingarnar fela í sér að útbúnar verða 8 litlar íbúðir á efri hæðinni en neðri hæð verður óbreytt frá því sem nú er. Teikningar eru unnar af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Hönnun hússins er að mestu í samræmi við það sem kynnt var á fundum ráðsins árið 2022. Þær hugmyndir voru kynntar á almennum íbúafundi 4. október 2022. Erindi felur í sér að sorpgeymsla og hjólaskýli byggjast austan fyrirliggjandi húss, og þar með utan byggingarreits. Það er m.a. gert til þess að lækka húsið miðað við Garðarsbraut. Hönnunin felur í sér umtalsverða landmótun milli verbúðarhúss og Garðarsbrautar. Sú landmótun er að verulegu leiti utan lóðar Hafnarstéttar 17 og leiðir m.a. til þess að 10 bílastæði við Garðarsbraut leggjast af.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaðar breytingar á húsinu eftirsóknarverðar fyrir ásýnd miðbæjar Húsavíkur. Ráðið telur að þó langt sé liðið frá almennri íbúakynningu vegna breytinganna sé ekki tilefni til að kynna verkefnið aftur fyrir íbúum. Ráðið fellst fyrir sitt leiti á framkvæmdina og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

6.Ósk um lóðarsamning að Aðalbraut 24A, Raufarhöfn

Málsnúmer 202512067Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga ráðgjafa að afmörkun 616,2 m² lóðar umhverfis Aðalbraut 24A á Raufarhöfn. Skráð flatarmál lóðar í fasteignaskrá er 600 m² svo hugmyndin felur í sér lítilsháttar lóðarstækkun. Eftir að hafa skoðað fyrirliggjandi tillögu að afmörkun lóðar hefur húseigandi óskað eftir að lóðin verði stækkuð til suðurs um 221 m² frá núverandi hugmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirliggjandi tillögu afmörkunar lóðar en er ekki reiðubúið að samþykkja beiðni húseiganda um stækkun lóðarinnar til suðurs. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að húseiganda verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.

Fylgiskjöl:

7.Ósk um endurskoðun lóðarsamnings við Aðalbraut 24, Raufarhöfn

Málsnúmer 202512047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga ráðgjafa að afmörkun 1.582,5 m² lóðar umhverfis Aðalbraut 24 á Raufarhöfn. Á lóðinni standa tvær eignir og hefur annar eigandi lýst því yfir að hann sé sáttur við framlagða afmörkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum verði boðin samningur um lóð á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Fylgiskjöl:

8.Deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Bakka - 3.áfangi

Málsnúmer 202601015Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að því að útbúa um 5 ha lóð undir gagnaver austan þjóðvegar við Tröllakot og norðan námuvegar. Til lengri tíma verði mögulegt að stækka þá lóð til norðurs og austurs ef þurfa þykir til samræmis við óskir GIGA-42 sem ræddar voru á fundi ráðsins 16. desember s.l. Ennfremur kynnti skipulagsfulltrúi hugmyndir að því að gera undirgöng undir þjóðveg þannig að mögulegt verði að flytja jarðefni undir þjóðveg án þess að þvera hann á yfirborði.
Skipulagsfulltrúa er falið að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins sem miðar að því að skilgreina tvær um 5 ha lóðir sitthvorumegin þjóðvegar og í því samhengi verði einnig skoðaðir möguleikar á því að gera undirgöng undir þjóðveginn innan skipulagssvæðis.

Fundi slitið - kl. 14:40.