Fara í efni

Ósk um umsögn vegna vindorkuvers á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi Langanesbyggð

Málsnúmer 202601007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 231. fundur - 13.01.2026

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna kynningar matsáætlunar fyrir vindorkuver á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Til kynningar er matsáætlun vegna verksins dags. 11. desember 2025 sem unnin er af Eflu. Matsáætlunin fjallar um 533 MW vindorkuvirkjun á Brekknaheiði og Sauðaneshálsi. Kynningartími er til 2. febrúar 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.