Ósk um lóðarsamning að Aðalbraut 24A, Raufarhöfn
Málsnúmer 202512067
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 230. fundur - 16.12.2025
Eigandi Aðalbrautar 24a á Raufarhöfn óskar eftir að úbúinn verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóð hans. Húsið er byggt út úr þáverandi lóð Kaupfélags Norður Þingeyinga að Aðalbraut 24. Fyrir liggur lóðarsamningur um þá lóð frá 1949 sem rann út um aldamót. Horft er til þess að Aðalbraut 24A verði sjálfstæð lóð til samræmis við núverandi skráningu í fasteignaskrá.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun lóðarinnar að Aðalbraut 24A.