Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.50 ár frá Kópaskersskjálftanum
Málsnúmer 202501126Vakta málsnúmer
Á 486. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Formaður byggðarráðs leggur til að byggðarráð óski eftir því við hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar að þau taki til umræðu möguleika á að minnast þess á árinu 2026 að þá verða 50 ár liðin frá stóra Kópaskersskjálftanum og þá með hvaða hætti það væri best gert. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Hann mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Miklar skemmdir urðu á húsum á Kópaskeri, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik.
Byggðarráð þakkar Helenu fyrir að vekja máls á málinu og vísar því til hverfisráða Kelduhverfis og Öxarfjarðar til umræðu og tillögugerðar.
Formaður byggðarráðs leggur til að byggðarráð óski eftir því við hverfisráð Kelduhverfis og Öxarfjarðar að þau taki til umræðu möguleika á að minnast þess á árinu 2026 að þá verða 50 ár liðin frá stóra Kópaskersskjálftanum og þá með hvaða hætti það væri best gert. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Hann mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Miklar skemmdir urðu á húsum á Kópaskeri, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik.
Byggðarráð þakkar Helenu fyrir að vekja máls á málinu og vísar því til hverfisráða Kelduhverfis og Öxarfjarðar til umræðu og tillögugerðar.
2.Ósk um endurskoðun á virkjanakosti
Málsnúmer 202601046Vakta málsnúmer
Undirrituð leggja til að sveitastjórn óski eftir því við verkefnastjórn rammaáætlunar að vindorkukostur á Hólaheiði/Hnotasteinn verði endurmetinn og færður úr biðflokki í nýtingarflokk.
Greinargerð
Vindorkukostur á Hólaheiði á jörðum Katastaða, Presthóla og Efri-Hóla hefur verið til skoðunar um nokkurt skeið. Umhverfismat og rannsóknir standa yfir. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytis um atvinnumál á Húsavík og nágrenni er talið að orkukosturinn skili allt að 190MW. Verkefnið spilar stórt hlutverk þegar kemur að uppbyggingu á nýrri línu milli Kópaskers og Þórshafnar/Vopnafjarðar. Vindorkukosturinn styður við spennuhækkun Kópaskerslínu 1 - úr 66 kV í 132 kV, en slík spennuhækkun gerir kleift að mata um 150 MW frá Hnotasteini inn á línuna. Mögulegt væri jafnframt að mata allt að 70 MW til austurs frá Kópaskeri til Þórshafnar/Vopnafjarðar. Verkefnið getur haft mikil áhrif á byggðaþróun, raforkuöryggi og samkeppnishæfni Norðausturlands og er mikilvæg viðskiptaleg forsenda Landsnets í mati á arðsemi nýrrar flutningslínu frá Kópaskeri til Vopnafjarðar m.t.t. tengigjalda, innmötunar og flutnings raforku frá svæðinu.
Áki Hauksson
Benóný Valur Jakobsson
Eiður Péturson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
Greinargerð
Vindorkukostur á Hólaheiði á jörðum Katastaða, Presthóla og Efri-Hóla hefur verið til skoðunar um nokkurt skeið. Umhverfismat og rannsóknir standa yfir. Í skýrslu starfshóps forsætisráðuneytis um atvinnumál á Húsavík og nágrenni er talið að orkukosturinn skili allt að 190MW. Verkefnið spilar stórt hlutverk þegar kemur að uppbyggingu á nýrri línu milli Kópaskers og Þórshafnar/Vopnafjarðar. Vindorkukosturinn styður við spennuhækkun Kópaskerslínu 1 - úr 66 kV í 132 kV, en slík spennuhækkun gerir kleift að mata um 150 MW frá Hnotasteini inn á línuna. Mögulegt væri jafnframt að mata allt að 70 MW til austurs frá Kópaskeri til Þórshafnar/Vopnafjarðar. Verkefnið getur haft mikil áhrif á byggðaþróun, raforkuöryggi og samkeppnishæfni Norðausturlands og er mikilvæg viðskiptaleg forsenda Landsnets í mati á arðsemi nýrrar flutningslínu frá Kópaskeri til Vopnafjarðar m.t.t. tengigjalda, innmötunar og flutnings raforku frá svæðinu.
Áki Hauksson
Benóný Valur Jakobsson
Eiður Péturson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
Til máls tóku: Hjálmar og Aldey,
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Áka, Benóný, Eiðs, Helenu, Hjálmars, Kristins og Soffíu.
Aldey og Ingibjörg greiða atkvæði á móti og leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar V listans mótmæla þeirri tillögu að óskað verði eftir því við verkefnastjórn rammaáætlunar að vindorkukostur á Hólaheiði/Hnotasteini verði færður úr biðflokki í nýtingarflokk.
Rammaáætlun er eitt mikilvægasta stjórntæki þjóðarinnar til að tryggja vandaða, gagnsæja og heildstæða ákvörðunartöku um nýtingu lands og náttúru. Biðflokkurinn er mikilvægur fyrir þá kosti sem enn skortir nægjanleg gögn eða þar sem umhverfisáhrif, samfélagsleg áhrif og langtímahagsmunir hafa ekki verið metnir til fulls. Að þrýsta einstökum kostum úr biðflokki yfir í nýtingarflokk áður en slík vinna liggur fyrir grefur undan trúverðugleika ferlisins og þeirri samfélagssátt sem rammaáætlun byggir á.
Vindorkuver á Hólaheiði er stórt inngrip í viðkvæmt og víðfeðmt landsvæði. Um er að ræða breytingu sem hefur áhrif á landslag, lífríki, upplifun og sjálfsmynd svæðisins til framtíðar. Slík ákvörðun verður ekki réttlætt eingöngu með tilvísun í aflgetu, flutningskerfi eða arðsemi fyrir orkufyrirtæki. Byggðaþróun, raforkuöryggi og atvinnuuppbygging eru mikilvæg markmið og þau verða að nást í sátt við náttúruvernd, varfærni og lýðræðislegt ferli.
Undirritaðar telja mikilvægt að Norðurþing standi vörð um rammaáætlun sem ferli, virði hlutverk biðflokksins og láti faglegt mat, ekki pólitískan þrýsting eða skammtímahagsmuni, ráða ferðinni. Sveitarfélagið á að vera rödd ábyrgðar, ekki flýtileiðar fram hjá vönduðu mati á áhrifum sem munu móta svæðið um ókomna tíð.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Áka, Benóný, Eiðs, Helenu, Hjálmars, Kristins og Soffíu.
Aldey og Ingibjörg greiða atkvæði á móti og leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar V listans mótmæla þeirri tillögu að óskað verði eftir því við verkefnastjórn rammaáætlunar að vindorkukostur á Hólaheiði/Hnotasteini verði færður úr biðflokki í nýtingarflokk.
Rammaáætlun er eitt mikilvægasta stjórntæki þjóðarinnar til að tryggja vandaða, gagnsæja og heildstæða ákvörðunartöku um nýtingu lands og náttúru. Biðflokkurinn er mikilvægur fyrir þá kosti sem enn skortir nægjanleg gögn eða þar sem umhverfisáhrif, samfélagsleg áhrif og langtímahagsmunir hafa ekki verið metnir til fulls. Að þrýsta einstökum kostum úr biðflokki yfir í nýtingarflokk áður en slík vinna liggur fyrir grefur undan trúverðugleika ferlisins og þeirri samfélagssátt sem rammaáætlun byggir á.
Vindorkuver á Hólaheiði er stórt inngrip í viðkvæmt og víðfeðmt landsvæði. Um er að ræða breytingu sem hefur áhrif á landslag, lífríki, upplifun og sjálfsmynd svæðisins til framtíðar. Slík ákvörðun verður ekki réttlætt eingöngu með tilvísun í aflgetu, flutningskerfi eða arðsemi fyrir orkufyrirtæki. Byggðaþróun, raforkuöryggi og atvinnuuppbygging eru mikilvæg markmið og þau verða að nást í sátt við náttúruvernd, varfærni og lýðræðislegt ferli.
Undirritaðar telja mikilvægt að Norðurþing standi vörð um rammaáætlun sem ferli, virði hlutverk biðflokksins og láti faglegt mat, ekki pólitískan þrýsting eða skammtímahagsmuni, ráða ferðinni. Sveitarfélagið á að vera rödd ábyrgðar, ekki flýtileiðar fram hjá vönduðu mati á áhrifum sem munu móta svæðið um ókomna tíð.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
3.Gjaldskrár Norðurþings 2026
Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Fyrir byggðarráði liggur tillaga að gjaldskrá 2026 fyrir atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Fyrir byggðarráði liggur tillaga að gjaldskrá 2026 fyrir atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.
Fyrirliggjandi gjaldskrá er samþykkt samhljóða.
Fyrirliggjandi gjaldskrá er samþykkt samhljóða.
4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026
Málsnúmer 202512011Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 5.685.000. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 5.685.001. - til 6.650.000.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 6.650.001. til 7.520.000.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 7.520.001- veita engan afslátt.
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.350.000.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.350.001.- til 9.225.000.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.225.001.- til 10.350.000- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.350.001.- króna veita engan afslátt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 5.685.000. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 5.685.001. - til 6.650.000.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 6.650.001. til 7.520.000.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 7.520.001- veita engan afslátt.
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.350.000.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.350.001.- til 9.225.000.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.225.001.- til 10.350.000- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.350.001.- króna veita engan afslátt.
Til máls tók: Helena.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026 bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026 bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
5.Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026
Málsnúmer 202510016Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir með áorðnum breytingum og vísar húsnæðisáætlunum Norðurþings vegna ársins 2026 til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir með áorðnum breytingum og vísar húsnæðisáætlunum Norðurþings vegna ársins 2026 til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Aldey og Hjálmar.
Húsnæðisáætlanir Norðurþings vegna ársins 2026 bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Húsnæðisáætlun verður birt á vef sveitarfélagsins.
Húsnæðisáætlanir Norðurþings vegna ársins 2026 bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Húsnæðisáætlun verður birt á vef sveitarfélagsins.
6.Störf undanskilin verkfallsheimild hjá Norðurþingi
Málsnúmer 202201064Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild og vísar listanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild og vísar listanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista samhljóða.
7.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Norðurþing
Málsnúmer 202512099Vakta málsnúmer
Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi; Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 1334/2025 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2025 til 31. ágúst 2026.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð samþykkir sérreglurnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi; Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 1334/2025 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2025 til 31. ágúst 2026.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.
Byggðarráð samþykkir sérreglurnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.
Sérreglur Norðurþings bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Sérreglur Norðurþings bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
8.Jöfnun atkvæðavægis - breyting á kosningalögum nr.112 2021
Málsnúmer 202601022Vakta málsnúmer
Í samráðsgátt stjórnvalda eru áform um lagasetningu um jöfnun atkvæðavægis, breytingar á kosningalögum nr. 112/2021. Málsnúmer í samráðsgátt S-251/2025.
Byggðarráð bókaði á 513. fundi sínum þann 15. janúar:
Vald sem þjappast saman á einn stað missir sjónarhorn.
Byggðarráð bókaði á 513. fundi sínum þann 15. janúar:
Vald sem þjappast saman á einn stað missir sjónarhorn.
Til máls tóku: Helena og Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera bókun byggðarráðs að sinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera bókun byggðarráðs að sinni.
9.Samkomulag um fornminjaskráningu í Norðurþingi
Málsnúmer 202512013Vakta málsnúmer
Á 230. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Minjastofnun um fornleifaskráningu í Norðurþingi á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Minjastofnun um fornleifaskráningu í Norðurþingi á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.
Til máls tóku: Soffía og Áki.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samkomulag við Minjastofnun um fornminjaskráningu í Norðurþingi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samkomulag við Minjastofnun um fornminjaskráningu í Norðurþingi.
10.Ósk um lóðarsamning að Aðalbraut 24A, Raufarhöfn
Málsnúmer 202512067Vakta málsnúmer
Á 231. fundi skipulags- og framvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirliggjandi tillögu afmörkunar lóðar en er ekki reiðubúið að samþykkja beiðni húseiganda um stækkun lóðarinnar til suðurs. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að húseiganda verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirliggjandi tillögu afmörkunar lóðar en er ekki reiðubúið að samþykkja beiðni húseiganda um stækkun lóðarinnar til suðurs. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að húseiganda verði boðinn lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Afgreiðsla skipulags- og framkvæmdaráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
11.Ósk um endurskoðun lóðarsamnings við Aðalbraut 24, Raufarhöfn
Málsnúmer 202512047Vakta málsnúmer
Á 231. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum verði boðin samningur um lóð á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum verði boðin samningur um lóð á grunni fyrirliggjandi lóðarblaðs.
Afgreiðsla skipulags- og framkvæmdaráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
12.Frístundastyrkir 2026
Málsnúmer 202512058Vakta málsnúmer
Á 232. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundarstyrki 2026. Ráðið samþykkir einnig að frístundarstyrkur verði 35.000 kr. árið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundarstyrki 2026. Ráðið samþykkir einnig að frístundarstyrkur verði 35.000 kr. árið 2026.
Til máls tóku: Kristinn og Helena.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Reglurnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
13.Fjölskylduráð - 232
Málsnúmer 2512002FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 232. fundar fjölskylduráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Fjölskylduráð - 233
Málsnúmer 2512005FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 233. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Niðurfelling kennslustunda í Borgarhólsskóla" Aldey, Benóný og Kristinn.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 230
Málsnúmer 2512004FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 230. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 231
Málsnúmer 2512006FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 231. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Byggðarráð Norðurþings - 512
Málsnúmer 2512003FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 512. fundar byggðarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Byggðarráð Norðurþings - 513
Málsnúmer 2512007FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 513. fundar byggðarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Orkuveita Húsavíkur ohf - 272
Málsnúmer 2601001FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 272. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 1 "Hlutafjáraukning Mýsköpun": Benóný og Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Bókun sveitarstjórnar:
Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá Kópaskersskjálftanum eða þann 13. janúar 1976, einum öflugasta jarðskjálfta sem mælst hefur hér á landi. Skjálftinn átti upptök sín úti í Öxarfirði og olli miklu tjóni á mannvirkjum og innviðum samfélagsins, þó manntjón yrði blessunarlega ekki.
Atburðurinn markaði tímamót í skilningi Íslendinga á jarðskjálftahættu og hafði víðtæk áhrif á þróun byggingarreglugerða og öryggismála. En umfram allt var þetta samfélagslegt áfall sem reyndi á fólk við erfiðar aðstæður, óvissu og náttúruöfl af miklum krafti.
Við minnumst þess í dag hvernig samfélagið stóð saman í kjölfar skjálftans, í kulda, óveðri og eftirskjálftum og hvernig samstaða, seigla og samhugur urðu lykillinn að endurreisn Kópaskers. Reynslan lifir áfram í sameiginlegri sögu staðarins og minnir okkur á bæði brothætti byggðarinnar og styrk samfélagsins.
Saga skjálftans er varðveitt á Byggðasafninu á Snartastöðum, sem gegnir mikilvægu hlutverki í að miðla þessari reynslu til komandi kynslóða.