Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026

Málsnúmer 202512011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 513. fundur - 15.01.2026

Fyrir byggðarráði liggja reglur um afslátt af fasteignaskatti vegna ársins 2026 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka í samræmi við vísitölu og viðmið.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 5.685.000. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 5.685.001. - til 6.650.000.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 6.650.001. til 7.520.000.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 7.520.001- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.350.000.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.350.001.- til 9.225.000.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.225.001.- til 10.350.000- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.350.001.- króna veita engan afslátt.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 160. fundur - 22.01.2026

Á 513. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 5.685.000. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 5.685.001. - til 6.650.000.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 6.650.001. til 7.520.000.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 7.520.001- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.350.000.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.350.001.- til 9.225.000.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.225.001.- til 10.350.000- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.350.001.- króna veita engan afslátt.
Til máls tók: Helena.

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026 bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.