Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

513. fundur 15. janúar 2026 kl. 08:30 - 11:10 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Markaðs og kynningarmál sveitarfélagsins

Málsnúmer 202504093Vakta málsnúmer

Til umræðu markaðs- og kynningarmál Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir samtali við Markþing um gildandi samning sem gerður var við Húsavíkurstofu.

2.Umræða um slökkvilið og samstarf á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 202506053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða viðræðna um samstarf á svæðinu.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings 2025

Málsnúmer 202601024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á ársskýrslu slökkviliðs Norðurþings vegna ársins 2025.

Byggðarráð þakkar Henning Þór Aðalmundssyni slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og kynningu á ársskýrslu slökkviliðsins vegna ársins 2025.

4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026

Málsnúmer 202512011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja reglur um afslátt af fasteignaskatti vegna ársins 2026 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka í samræmi við vísitölu og viðmið.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 5.685.000. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 5.685.001. - til 6.650.000.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 6.650.001. til 7.520.000.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 7.520.001- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.350.000.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.350.001.- til 9.225.000.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.225.001.- til 10.350.000- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.350.001.- króna veita engan afslátt.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Stjórnunar- og verndaráætlun Mývatns og Laxár

Málsnúmer 202511071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Náttúruverndarstofnun um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins Norðurþings í samráðshóp vegna endurnýjunar á stjórnunar- og verndaráætlun Mývatns og Laxár.
Byggðarráð tilnefnir Aldey Unnar Traustadóttur sem fulltrúa í samráðshópi vegna endurnýjunar á stjórnunar- og verndaráætlun Mývatns og Laxár.

6.Skýrsla verkefnastjóra um grænan iðngarð á Bakka

Málsnúmer 202601014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla verkefnastjóra Græns iðngarðs á Bakka 2023-2025.

Á fundinn mæta Karen Mist Kristjánsdóttir og Ottó Elíasson hjá Eimi.
Byggðarráð þakkar þeim Karen Mist Kristjánsdóttur og Ottó Elíassyni frá Eimi fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á skýrslu verkefnastjóra Græns iðngarðs á Bakka 2023-2025.

7.Gjaldskrár Norðurþings 2026

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að gjaldskrá 2026 fyrir atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Endurskoðun húsnæðisáætlana 2026

Málsnúmer 202510016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa húsnæðisáætlunum Norðurþings vegna ársins 2026 til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði kynnir áætlunina.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlanir með áorðnum breytingum og vísar húsnæðisáætlunum Norðurþings vegna ársins 2026 til afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um verkefni til umsóknar í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir við SSNE að sótt verði um styrk í flokk C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, vegna verkefnanna atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn og Lýsistankanna á Raufarhöfn.

10.Framlenging og hækkun á heimild hjá viðskiptabanka

Málsnúmer 202501102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um að heimild á reikningi hjá viðskiptabanka verði 250 m.kr næstu 12. mánuði.
Byggðarráð samþykkir að óskað verði eftir því að heimild á reikningi hjá viðskiptabanka verði 250 m.kr næstu 12. mánuði.

11.Störf undanskilin verkfallsheimild hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202201064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til afgreiðslu listi yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild og vísar listanum til afgreiðslu í sveitarstórn.

12.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 20252026 - Húsavík - Kópasker - Raufarhöfn - Norðurþing

Málsnúmer 202512099Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning um úthlutun byggðakvóta 2025/2026 og leiðbeiningar vegna tillagna að sérreglum þar um. Úthlutun til Norðurþings í þorskígildistonnum af botnfiski er óbreytt á milli ára, 15 tn á Kópasker, 164 tn á Raufarhöfn og engin úthlutun til Húsavíkur.

Tillögur sveitarstjórnar að sérreglum skal senda Innviðaráðuneytinu fyrir 19. janúar nk.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi sérreglum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi; Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags). Ákvæði reglugerðar nr. 1334/2025 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2025 til 31. ágúst 2026.
b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1.september 2025 til 31. ágúst 2026.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.

Byggðarráð samþykkir sérreglurnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

13.Breyting á 4.gr.fylgiskjals I við reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Málsnúmer 202512111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bréf vegna reglugerðar um breytingu á 4. gr. fylgiskjals I við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, ásamt afriti af reglugerðinni.
Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi frá Norðanmat ehf.vegna þorrablóts á Húsavík

Málsnúmer 202601002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Norðanmat ehf. vegna þorrablóts í íþróttahöllinni á Húsavík þann 17. janúar nk. Áætlaður fjöldi gesta er 500 frá 20 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

15.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Skúlagarði

Málsnúmer 202601025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Agli Bjarnasyni vegna þorrablóts í Skúlagarði, haldið þann 31. janúar nk. áætlaður fjöldi gesta 180 frá 16 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

16.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Raufarhöfn

Málsnúmer 202601036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Birnu Björnsdóttur vegna þorrablóts á Raufarhöfn, haldið þann 7. febrúar nk. áætlaður fjöldi gesta 180 frá 18 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

17.Ný rannsókn um þjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 202512107Vakta málsnúmer

Á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst er komin út greinin; Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa. Greinin birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og er til kynningar í byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

18.Jöfnun atkvæðavægis - breyting á kosningalögum nr.112 2021

Málsnúmer 202601022Vakta málsnúmer

Þann 17. desember voru birt í samráðsgátt áform um lagasetningu um jöfnun atkvæðavægis, breytingar á kosningalögum nr. 112/2021. Málsnúmer í samráðsgátt S-251/2025. Engar umsagnarbeiðnir voru sendar út en umsagnafrestur rann út þann 8. janúar sl.
Byggðarráð bókar:

Vald sem þjappast saman á einn stað missir sjónarhorn.

19.Fundargerðir HNE 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 17. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

21.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, nr. 86 frá 12. nóvember sl. og nr. 87 frá 8. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202504075Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, frá 92. fundi 21. nóvember sl. og frá 93. fundi 10. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.