Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

230. fundur 16. desember 2025 kl. 13:00 - 14:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir ráðinu verkefni sveitarfélagsins á árinu 2026 í aðgerðaráætlun umhverfis- og loftslagsstefnu.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um stuðning Norðurþings við enduropnun Rauða kross búðar á Húsavík

Málsnúmer 202510062Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi samstarf við Rauða krossinn í Þingeyjarsýslum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu varðandi samstarf við Rauða krossinn í Þingeyjarsýslum.

3.Beiðni um fleiri almenningsruslatunnur í Norðurþingi

Málsnúmer 202512062Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá stjórn félags hundaeigenda á Húsavík um fleiri almenningsruslatunnur í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hlutast til um að tunnum verði fjölgað á Húsavík yfir vetrartímann.

4.Kynning innviðaráðuneytis á kortlagningu aðgerða: Stefnur sveitarfélaga á sviði umhverfismála

Málsnúmer 202512032Vakta málsnúmer

Fyrr á þessu ári óskaði innviðaráðuneytið, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, eftir upplýsingum um aðgerðir sveitarfélaganna í umhverfis- og loftslagsmálum. Beiðnin var sett fram á grundvelli aðgerðar 7 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2028 en markmið verkefnisins er að kortleggja aðgerðir sveitarfélaganna til að skapa grundvöll fyrir markvissari árangri á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Alls bárust svör frá 37 sveitarfélögum.

Samantekt þessarar kortlagningar er til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindi frá Open Rivers Programme, styrktarsjóði

Málsnúmer 202512048Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá hollenska styrktarsjóðnum Open Rivers Programme. Markmið sjóðsins er að fjarlægja úreltar hindranir úr ám, bæta rennsli, efla líffræðilega fjölbreytni og styrkja vistkerfi gegn áhrifum loftslagsbreytinga.
Fyrir íslenska opinbera aðila býðst meðal annars styrkur upp á allt að 50% af kostnaði við undirbúning eða framkvæmd niðurrifs verkefna.
Lagt fram til kynningar.

6.Fyrirhugaðar og boðaðar niðurfellirnar vega af skrám

Málsnúmer 202512050Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tilkynningar frá Vegagerðinni um fyrirhugaðar og boðaðar niðurfellingar vega af vegaskrá.

Tilkynning um boðaða niðurfellingu á Laxamýrarvegi 2 nr. 8843-01 af vegaskrá.

Tilkynning niðurfellingu Núpsvegar nr. 8928-01 af vegaskrá.

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Kaldbaksvegar nr. 8859-01 af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

7.Samkomulag um fornminjaskráningu í Norðurþingi

Málsnúmer 202512013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samkomulagi Norðurþings við Minjastofnun vegna fornleifaskráningar í Norðurþingi. Tillagan er unnin af skipulagsfulltrúa Norðurþings og Minjaverði Norðurlands eystra.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Minjastofnun um fornleifaskráningu í Norðurþingi á grundvelli fyrirliggjandi tillögu.

8.Ósk um lóðarsamning að Aðalbraut 24A, Raufarhöfn

Málsnúmer 202512067Vakta málsnúmer

Eigandi Aðalbrautar 24a á Raufarhöfn óskar eftir að úbúinn verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóð hans. Húsið er byggt út úr þáverandi lóð Kaupfélags Norður Þingeyinga að Aðalbraut 24. Fyrir liggur lóðarsamningur um þá lóð frá 1949 sem rann út um aldamót. Horft er til þess að Aðalbraut 24A verði sjálfstæð lóð til samræmis við núverandi skráningu í fasteignaskrá.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun lóðarinnar að Aðalbraut 24A.

9.Ósk um endurskoðun lóðarsamnings við Aðalbraut 24, Raufarhöfn

Málsnúmer 202512047Vakta málsnúmer

Eigandi Aðalbrautar 24 á Raufarhöfn óskar eftir að úbúinn verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóð hans. Fyrir liggur lóðarsamningur um þá lóð frá 1949 sem rann út um aldamót. Sú lóð er ekki skýrt afmörkuð en á henni eru tvö aðskilin hús. Horft er til þess að útbúnar verði sjálfstæðar lóðir undir hvort hús, undir heitunum Aðalbraut 24 og Aðalbraut 24A.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun lóðarinnar að Aðalbraut 24.

10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Aðalbraut 24, Raufarhöfn

Málsnúmer 202512046Vakta málsnúmer

Óskað er leyfis til að byggja 21 m² sólskála vestan við matshluta 01 að Aðalbraut 24 á Raufarhöfn. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis þar til fyrir liggur nýr lóðarleigusamningur. Umsækjandi þarf að leggja fram skriflegt samþykki eiganda matshluta 02 í húsinu.

11.GIGA-42 óskar eftir 5ha lóð á Bakka með möguleika á stækkun til lengri tíma

Málsnúmer 202512066Vakta málsnúmer

GIGA-42 óska eftir úthlutun 5 ha lóðar á Bakka fyrir fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar gagnavers fyrir gervigreind, í samræmi við gildandi viljayfirlýsingu milli Norðurþings og GIGA-42. Farið er fram á að lóð verði valinn staður þannig að nægjanlegt samliggjandi land til framtíðarstækkunar sé til staðar við úthlutun. Í því samhengi verði horft til allt að 20 ha lands. Fyrirtækið hefur átt í samskiptum við Landsvirkjun um orku í samræmi við ákvæði viljayfirlýsingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar umsókn GIGA-42 um 5 ha lóð á iðnaðarsvæði á Bakka fyrir uppbyggingu gagnavers. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögur að staðsetningu lóðarinnar og hefja undirbúning deiliskipulagsvinnu þar sem horft verði til mögulegrar stækkunar lóðarinnar til lengri tíma.

Fundi slitið - kl. 14:30.