GIGA-42 óskar eftir 5ha lóð á Bakka með möguleika á stækkun til lengri tíma
Málsnúmer 202512066
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 230. fundur - 16.12.2025
GIGA-42 óska eftir úthlutun 5 ha lóðar á Bakka fyrir fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar gagnavers fyrir gervigreind, í samræmi við gildandi viljayfirlýsingu milli Norðurþings og GIGA-42. Farið er fram á að lóð verði valinn staður þannig að nægjanlegt samliggjandi land til framtíðarstækkunar sé til staðar við úthlutun. Í því samhengi verði horft til allt að 20 ha lands. Fyrirtækið hefur átt í samskiptum við Landsvirkjun um orku í samræmi við ákvæði viljayfirlýsingarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar umsókn GIGA-42 um 5 ha lóð á iðnaðarsvæði á Bakka fyrir uppbyggingu gagnavers. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögur að staðsetningu lóðarinnar og hefja undirbúning deiliskipulagsvinnu þar sem horft verði til mögulegrar stækkunar lóðarinnar til lengri tíma.