Beiðni um fleiri almenningsruslatunnur í Norðurþingi
Málsnúmer 202512062
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 230. fundur - 16.12.2025
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá stjórn félags hundaeigenda á Húsavík um fleiri almenningsruslatunnur í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hlutast til um að tunnum verði fjölgað á Húsavík yfir vetrartímann.