Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu að Aðalbraut 24, Raufarhöfn
Málsnúmer 202512046
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 230. fundur - 16.12.2025
Óskað er leyfis til að byggja 21 m² sólskála vestan við matshluta 01 að Aðalbraut 24 á Raufarhöfn. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhugaðri uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis þar til fyrir liggur nýr lóðarleigusamningur. Umsækjandi þarf að leggja fram skriflegt samþykki eiganda matshluta 02 í húsinu.