Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á 2.hæð verbúða við Hafnarstétt 17, Húsavík
Málsnúmer 202601010
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 231. fundur - 13.01.2026
Verbúðir ehf óska eftir byggingarleyfi til breytinga á 2. hæð Hafnarstéttar 17 á Húsavík. Breytingarnar fela í sér að útbúnar verða 8 litlar íbúðir á efri hæðinni en neðri hæð verður óbreytt frá því sem nú er. Teikningar eru unnar af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Hönnun hússins er að mestu í samræmi við það sem kynnt var á fundum ráðsins árið 2022. Þær hugmyndir voru kynntar á almennum íbúafundi 4. október 2022. Erindi felur í sér að sorpgeymsla og hjólaskýli byggjast austan fyrirliggjandi húss, og þar með utan byggingarreits. Það er m.a. gert til þess að lækka húsið miðað við Garðarsbraut. Hönnunin felur í sér umtalsverða landmótun milli verbúðarhúss og Garðarsbrautar. Sú landmótun er að verulegu leiti utan lóðar Hafnarstéttar 17 og leiðir m.a. til þess að 10 bílastæði við Garðarsbraut leggjast af.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaðar breytingar á húsinu eftirsóknarverðar fyrir ásýnd miðbæjar Húsavíkur. Ráðið telur að þó langt sé liðið frá almennri íbúakynningu vegna breytinganna sé ekki tilefni til að kynna verkefnið aftur fyrir íbúum. Ráðið fellst fyrir sitt leiti á framkvæmdina og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.