Deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Bakka - 3.áfangi
Málsnúmer 202601015
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 231. fundur - 13.01.2026
Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að því að útbúa um 5 ha lóð undir gagnaver austan þjóðvegar við Tröllakot og norðan námuvegar. Til lengri tíma verði mögulegt að stækka þá lóð til norðurs og austurs ef þurfa þykir til samræmis við óskir GIGA-42 sem ræddar voru á fundi ráðsins 16. desember s.l. Ennfremur kynnti skipulagsfulltrúi hugmyndir að því að gera undirgöng undir þjóðveg þannig að mögulegt verði að flytja jarðefni undir þjóðveg án þess að þvera hann á yfirborði.
Skipulagsfulltrúa er falið að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins sem miðar að því að skilgreina tvær um 5 ha lóðir sitthvorumegin þjóðvegar og í því samhengi verði einnig skoðaðir möguleikar á því að gera undirgöng undir þjóðveginn innan skipulagssvæðis.