Fara í efni

Fjölskylduráð

233. fundur 13. janúar 2026 kl. 08:30 - 12:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
  • Eyrún Torfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Eyrún Torfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir, fulltrúi foreldra og Ingólfur Jónsson, fulltrúi kennara, sátu fundinn undir lið 1.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Helga Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Benedikt Þorri Sigurjónsson, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir lið 2.

Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 5-9.

Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 10 og 11.

1.Niðurfelling kennslustunda í Borgarhólsskóla.

Málsnúmer 202512076Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi vegna niðurfellingar kennslustunda í Borgarhólsskóla.
Almennt eru forföll vegna fjarveru kennara í skólum Norðurþings leyst. Tilfallandi forföll sem koma upp án fyrirvara eru ekki leyst nema í undantekningartilfellum í 6.-10. bekk. Áhersla er lögð á að slík forföll séu leyst í 1.-5. bekk. Ráðið mun taka þetta til endurskoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

2.Iðavellir 8 - húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202509024Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um húsnæðisaðstæður á Iðavöllum 8.
Fjölskylduráð mun halda áfram umfjöllun sinni um Iðavelli 8 á næstu fundum ráðsins.

3.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer

Drög að uppsetningu mennta- og læsisstefnu Norðurþings eru lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Úthlutun fjármagns til grunnskóla - Úthlutunarlíkan.

Málsnúmer 202512051Vakta málsnúmer

Úthlutunarlíkan vegna fjármagns til grunnskóla er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Skólaakstur í Norðurþingi 2025-2029 - samningar

Málsnúmer 202601021Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir viðaukar við samning um skólaakstur í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.

6.Athugasemd vegna skólaaksturs Raufarhöfn-Lundur-Raufarhöfn

Málsnúmer 202601003Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Rúnari Óskarsson hjá Fjallasýn ehf.
Í október sl. kom upp sú staða með litlum fyrirvara að ekki var hægt að starfrækja Grunnskóla Raufarhafnar. Til að sinna lögbundinni skólagöngu nemenda á Raufarhöfn var ákveðið að þeir myndu stunda nám sitt í Öxarfjarðarskóla á meðan óvissa ríkti um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar, a.m.k. til loka ársins 2025. Því var leitað til Kristins Rúnars Tryggvasonar sem nú sér um skólaakstur á vegum Norðurþings og hann fenginn til að sjá um aksturinn til bráðabirgða á meðan skólinn var ekki starfræktur. Síðar var tekin ákvörðun um að sú útfærsla stæði til loka skólaárs og sviðsstjóra falið að ganga frá skólaakstri samhliða. Greitt er fyrir aksturinn samkvæmt samningi sem gildir til 22.05.2026, kr. 759 per kílómeter. Frekari ákvörðun um skólahald á Raufarhöfn verður tekin nú í upphafi árs og af þeirri ákvörðun mun ráðast hvort framhald verði á akstrinum og þá hvort hann verði boðinn út.
Kröfur í útboðum Norðurþings byggja ekki á persónulegri afstöðu starfsfólks. Útboð Norðurþings á skólaakstri eru byggð á gildandi lögum og reglum um slíkan akstur og þ.a.l. hafa viðeigandi öryggiskröfur verið gerðar.
Fjölskylduráð getur á engan hátt tekið afstöðu til þess sem á að hafa farið fram í fimm ára gömlu samtali sem ekki var bókað.

Fjölskylduráð mun hér eftir sem hingað til hugsa um öryggi og velferð barna fyrst og síðast og gerði auknar kröfur umfram lög og reglugerðir í síðasta útboði, m.a. kröfu um þriggja punkta öryggisbelti í skólabifreiðum.

7.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2025

Málsnúmer 202601023Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fyrirkomulag og undirbúningur á úthlutun úr afreks- og viðurkenningarsjóði 2025.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi ráðsins.

8.Samkomulag um hreyfiverkefni - endurnýjun

Málsnúmer 202512059Vakta málsnúmer

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um endurnýjun á samkomulagi við Íþróttafélagið Þingeying vegna hreyfiverkefnis.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðasviði að ganga frá samningi við íþróttafélagið Þingeying og leggja fyrir ráðið til samþykktar.

9.Rekstur málasviðs 006 Æskulýðs- og íþróttamál árið 2026

Málsnúmer 202512064Vakta málsnúmer

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um stöðuna á vinnu við undirbúning á rekstri málasviðsins árið 2026.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um stöðuna á vinnu við undirbúning á rekstri málasviðsins árið 2026 á næstu fundum ráðsins.

10.Gjaldskrár Norðurþings 2026

Málsnúmer 202510050Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til staðfestingar gjaldskrá velferðarsviðs 2026 vegna ferðaþjónustu - ferilbíls.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá velferðarsviðs 2026 vegna ferðaþjónustu - ferilsbíls

Ferðaþjónusta aldraðra
Hver ferð verði 635 kr.
Ef farið fleiri en 16 ferðir á mánuði greiðast 1.267 kr. fyrir hverja ferð.

Ferðaþjónusta fatlaðra
Á milli 08:00 og 16:00 verði áfram gjaldfrjáls
Á öðrum tíma greiðist gjald sem stendur undir kostnaði launa- og eldsneytis.

11.Félag eldri borgara í Kelduhverfi og Öxarfirði

Málsnúmer 202512065Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur styrkbeiðni frá félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði. Félagið óskar eftir fjárstyrk vegna tómstunda- og félagsstarfs á svæðinu.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja félagið vegna tómstunda- og félagsstarfs á svæðinu. Ráðið felur félagsmálastjóra að ganga frá samningi við félagið.

Fundi slitið - kl. 12:00.