Fara í efni

Niðurfelling kennslustunda í Borgarhólsskóla.

Málsnúmer 202512076

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 233. fundur - 13.01.2026

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi vegna niðurfellingar kennslustunda í Borgarhólsskóla.
Almennt eru forföll vegna fjarveru kennara í skólum Norðurþings leyst. Tilfallandi forföll sem koma upp án fyrirvara eru ekki leyst nema í undantekningartilfellum í 6.-10. bekk. Áhersla er lögð á að slík forföll séu leyst í 1.-5. bekk. Ráðið mun taka þetta til endurskoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.