Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Rúnari Óskarsson hjá Fjallasýn ehf.
Í október sl. kom upp sú staða með litlum fyrirvara að ekki var hægt að starfrækja Grunnskóla Raufarhafnar. Til að sinna lögbundinni skólagöngu nemenda á Raufarhöfn var ákveðið að þeir myndu stunda nám sitt í Öxarfjarðarskóla á meðan óvissa ríkti um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar, a.m.k. til loka ársins 2025. Því var leitað til Kristins Rúnars Tryggvasonar sem nú sér um skólaakstur á vegum Norðurþings og hann fenginn til að sjá um aksturinn til bráðabirgða á meðan skólinn var ekki starfræktur. Síðar var tekin ákvörðun um að sú útfærsla stæði til loka skólaárs og sviðsstjóra falið að ganga frá skólaakstri samhliða. Greitt er fyrir aksturinn samkvæmt samningi sem gildir til 22.05.2026, kr. 759 per kílómeter. Frekari ákvörðun um skólahald á Raufarhöfn verður tekin nú í upphafi árs og af þeirri ákvörðun mun ráðast hvort framhald verði á akstrinum og þá hvort hann verði boðinn út. Kröfur í útboðum Norðurþings byggja ekki á persónulegri afstöðu starfsfólks. Útboð Norðurþings á skólaakstri eru byggð á gildandi lögum og reglum um slíkan akstur og þ.a.l. hafa viðeigandi öryggiskröfur verið gerðar. Fjölskylduráð getur á engan hátt tekið afstöðu til þess sem á að hafa farið fram í fimm ára gömlu samtali sem ekki var bókað.
Fjölskylduráð mun hér eftir sem hingað til hugsa um öryggi og velferð barna fyrst og síðast og gerði auknar kröfur umfram lög og reglugerðir í síðasta útboði, m.a. kröfu um þriggja punkta öryggisbelti í skólabifreiðum.
Kröfur í útboðum Norðurþings byggja ekki á persónulegri afstöðu starfsfólks. Útboð Norðurþings á skólaakstri eru byggð á gildandi lögum og reglum um slíkan akstur og þ.a.l. hafa viðeigandi öryggiskröfur verið gerðar.
Fjölskylduráð getur á engan hátt tekið afstöðu til þess sem á að hafa farið fram í fimm ára gömlu samtali sem ekki var bókað.
Fjölskylduráð mun hér eftir sem hingað til hugsa um öryggi og velferð barna fyrst og síðast og gerði auknar kröfur umfram lög og reglugerðir í síðasta útboði, m.a. kröfu um þriggja punkta öryggisbelti í skólabifreiðum.