Fara í efni

Fjölskylduráð

224. fundur 16. september 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Gunnþór Eyþór Gunnþórsson, frá Ásgarði, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 1.

Jón Höskuldsson, sviðsstjóri velferðarsviðs, sat fundinn undir liðum 1-3, 6 og 10-12.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 4.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 5-7.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 8-10.
Ólöf Rún Pétursdóttir sat fundinn undir liðum 11 og 12.

Jónas Þór Viðarsson og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttur sátu fundinn í fjarfundi.

1.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun og innleiðingu Skólastefnu Norðurþings 2026 - 2031.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi Menntastefnu Norðurþings 2026-2031 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn. Í kjölfarið felur ráðið sviðsstjóra velferðarsviðs að fylgja innleiðingu stefnunnar eftir og kynna stefnuna fyrir íbúum sveitarfélagsins.

2.Tilnefningar áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráð vegna skólamála

Málsnúmer 202508016Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fer yfir tilnefningar áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráð vegna skólamála.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi tilnefningar fyrir skólaárið 2025-2026:

Grunnskóli Raufarhafnar:
Gunnur Árnadóttir skólastjóri
Anna Dagbjört Hermannsdóttir kennari
Birna Björnsdóttir fulltrúi foreldra

Öxarfjarðarskóli:
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri
Christoph Wöll kennari
Ann- Charlotte Fernholm fulltrúi foreldra leik- og grunnskólabarna.

Borgarhólsskóli:
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri
Ingólfur Jónsson kennari
Guðmundur Friðbjarnarson fulltrúi foreldra

Grænuvellir:
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
Elva Héðinsdóttir fulltrúi foreldra

Tónlistarskóli Húsavíkur:
Guðni Bragason skólastjóri
Arnþór Þórsteinsson kennari
Hanna Björg Margrétardóttir fulltrúi foreldra

3.Ósk frá skólastjóra Borgarhólsskóla um aukið fjármagn til kaupa á tölvum og tæknivörum

Málsnúmer 202509004Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Þórgunni R. Vigfúsdóttur, skólastjóra Borgarhólsskóla, um aukið fjármagn til kaupa á tölvum og tæknivörum.
Fjölskylduráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026 og óskar eftir því að skólastjóri setji upp 3-5 ára áætlun um endurnýjun búnaðar.

4.Viðaukar á velferðarsviði

Málsnúmer 202509021Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar viðauka á velferðarsviði vegna kjarasamningsbundinna launahækkana kennara í Borgarhólsskóla að upphæð 64.904 milljónir króna og 33.916 milljónir króna vegna launakostnaðar lögbundinnar þjónustu í íbúðakjörnum sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð vísar viðaukabeiðni vegna kjarasamningstengdra launahækkana kennara í Borgarhólsskóla, sem og viðauka vegna lögbundinnar þjónustu á velferðarsviði, til umfjöllunar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

5.Barnvæn sveitarfélög - boð um þátttöku Norðurþings

Málsnúmer 202508064Vakta málsnúmer

Unicef á Íslandi hefur opnað fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög og Norðurþingi er boðið að sækja um.
Þar sem verið er að innleiða bæði nýja Menntastefnu og farsældarlög afþakkar fjölskylduráð boð um þátttöku að þessu sinni.

6.Svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 202504044Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Þorleifi Kr. Níelssyni um þátttöku í farsældarráði Norðurlands eystra.
Fjölskylduráð tilnefnir sviðsstjóra á velferðarsviði sem aðalmann og félagsmálastjóra sem varamann í farsældarráð Norðurlands eystra.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202509019Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.

8.Samþætting starfsáætlun og starfsdagatal 2025-26

Málsnúmer 202509020Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur starfsáætlun og starfsdagatal samþættingarverkefnisins fyrir veturinn 2025-26.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um viðræður um nýjan þjónustusamning við Völsung

Málsnúmer 202509018Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá aðalstjórn Völsungs um að hefja samtal um endurnýjun á þjónustusamningi við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir erindi aðalstjórnar Völsungs og felur verkefnastjóra á velferðarsviði að hefja samtalið um endurnýjun þjónustusamnings.

10.Jólin þín og mín 2025 - tónleikasýning Tónasmiðjunnar

Málsnúmer 202509076Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur erindi frá Tónasmiðjunni vegna jólatónleikasýningar sem stendur til að halda 14. desember nk. Óska þau eftir endurgjaldslausum afnotum af Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 12., 13. og 14. desember.
Fjölskylduráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 12., 13. og 14. desember í samráði við verkefnastjóra á velferðarsviði.

11.Menningarnefnd á Raufarhöfn óskar eftir styrk vegna Menningardaga 2025

Málsnúmer 202509006Vakta málsnúmer

Menningarnefnd á Raufarhöfn óskar eftir styrk vegna Menningardaga sem munu standa yfir 10-12 daga tímabil í október 2025.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 378.000 kr.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.

12.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202509039Vakta málsnúmer

Helga Dagný Einarsdóttir sækir um 100.000 kr. styrk í lista- og menningarsjóð til að vinna áfram verkefni um útilistaverk á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk fyrir verkefninu að upphæð 100.000 kr.

Fundi slitið - kl. 10:30.