Ósk frá skólastjóra Borgarhólsskóla um aukið fjármagn til kaupa á tölvum og tæknivörum
Málsnúmer 202509004
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 224. fundur - 16.09.2025
Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Þórgunni R. Vigfúsdóttur, skólastjóra Borgarhólsskóla, um aukið fjármagn til kaupa á tölvum og tæknivörum.
Fjölskylduráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2026 og óskar eftir því að skólastjóri setji upp 3-5 ára áætlun um endurnýjun búnaðar.