Fara í efni

Fjölskylduráð

232. fundur 16. desember 2025 kl. 08:30 - 11:15 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Alexander Gunnar Jónasson varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Ólöf Rún Pétursdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, Guðmundur Friðbjarnarson, fulltrúi foreldra og Ingólfur Jónsson, fulltrúi kennara, sátu fundinn undir liðum 1-3.

Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 4-6.

Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 7 og 8.

Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 9-11

1.Ósk frá skólastjóra Borgarhólsskóla um aukið fjármagn til kaupa á tölvum og tæknivörum

Málsnúmer 202509004Vakta málsnúmer

Til kynningar í fjölskylduráði er endurnýjunaráætlun tölvubúnaðar í Borgarhólsskóla til 3-5 ára.
Lagt er til að árlega verði gert ráð fyrir um 6 milljónum króna í fjárhagsáætlun til tölvubúnaðarkaupa auk vísitöluhækkunar á milli ára.

2.Erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna sérkennslukvóta og ÍSAT

Málsnúmer 202505091Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar að nýju um erindi skólastjóra Borgarhólsskóla vegna sérkennslukvóta og ÍSAT.
Við úthlutun fjármagns til Borgarhólsskóla í fjárhagsáætlun 2026 er úthlutað sérstaklega vegna ÍSAT annars vegar og sérkennslu hins vegar.

3.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer

Til kynningar í fjölskylduráði er núverandi staða á umferð á skólalóð við Borgarhólsskóla, nú þegar viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar.
Í samtali við fulltrúa Borgarhólsskóla og fulltrúa foreldrafélagsins kom fram að framkvæmdir til að auka öryggi barna á skólalóð Borgarhólsskóla hafi tekist vel.

4.Ný skýrsla frá Jafnréttisstofu: Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga

Málsnúmer 202512070Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ný skýrsla frá Jafnréttisstofu. Fjallar skýrslan um tímabilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvöl barna og þjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Félag eldri borgara á Raufarhöfn

Málsnúmer 202205018Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um um útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að fullvinna útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara á Raufarhöfn og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Félag eldri borgara í Kelduhverfi og Öxarfirði

Málsnúmer 202512065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um um útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara í Kelduhverfi og Öxarfirði.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að fullvinna útfærslu á lögbundnu félagsstarfi eldri borgara í Kelduhverfi og Öxarfirði og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.Umsókn um styrk v.áramótabrennu og flugeldasýningar á Kópaskeri

Málsnúmer 202512016Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um styrk vegna áramótabrennu og flugeldasýningar á Kópaskeri um áramótin 2025/2026.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Núpa vegna áramótabrennu og flugeldasýningar á Kópaskeri.

8.Beiðni um samstarf v.verkefnisins From Words to Wonder

Málsnúmer 202512015Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um samstarf vegna verkefnisins From Words to Wonder, sem er viðburðarröð fyrir tvítyngdar fjölskyldur.
Fjölskylduráð samþykkir að taka þátt í verkefninu From Words to Wonder.

9.Rekstur málasviðs 006 Æskulýðs- og íþróttamál árið 2026

Málsnúmer 202512064Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri kynnir fyrir fjölskyldráði stöðuna á vinnu við undirbúning á rekstri málasviðsins árið 2026.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi ráðsins.

10.Frístundastyrkir 2026

Málsnúmer 202512058Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir uppfærðar reglur um frístundastyrki 2026.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um frístundarstyrki 2026. Ráðið samþykkir einnig að frístundarstyrkur verði 35.000 kr. árið 2026.

11.Samkomulag um hreyfiverkefni - endurnýjun

Málsnúmer 202512059Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurnýjun á samkomulagi við Íþróttafélagsins Þingeyings vegna hreyfiverkefnis.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 11:15.