Fara í efni

Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 431. fundur - 01.06.2023

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fyrstu drög að þjónustustefnu Norðurþings. Þjónustustefnan er unnin í samvinnu við Byggðastofnun sem ber ábyrgð á verkefninu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna drög að þjónustustefnu Norðurþings í gegnum íbúasamráð.

Byggðarráð Norðurþings - 442. fundur - 26.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna sveitarfélagsins með athugasemdum sem bárust í rafrænu íbúasamráði.
Byggðarráð vísar drögum að þjónustustefnu sveitarfélagsins til umræðu í sveitarstjórn með athugasemdum úr íbúðasamráði.

Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur þjónustustefna Norðurþings til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Bergþór, Hafrún og Aldey.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Fyrir byggðarráði liggur Þjónustuefna sveitarfélagsins þegar búið er að taka tillit til athugasemda úr íbúasamráði.
Byggðarráð samþykkir stefnuna en vísar umfjöllun um athugasemdir úr íbúasamráði sem snúa að málefnum aldraðra og leikskólamálum til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 167. fundur - 07.11.2023

Á 445. fundi byggðarráðs 26. október 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir stefnuna en vísar umfjöllun um athugasemdir úr íbúasamráði sem snúa að málefnum aldraðra og leikskólamálum til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð frestar yfirferð til næsta fundar.

Fjölskylduráð - 168. fundur - 14.11.2023

Á 445. fundi byggðarráðs 26. október 2023, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir stefnuna en vísar umfjöllun um athugasemdir úr íbúasamráði sem snúa að málefnum aldraðra og leikskólamálum til fjölskylduráðs.

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð frestar yfirferð til næsta fundar.
Fjölskylduráð fór yfir og fjallaði um athugasemdir úr íbúasamráði. Uppfærðri stefnu er vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi þjónustustefnu og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur þjónustustefna Norðurþings til síðari umræðu og samþykktar.

Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustustefnu sveitarfélagsins samhljóða.