Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

442. fundur 26. september 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2024 ásamt tillögum að gjaldskrár breytingum vegna næsta árs.
Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2024. Stefnt er á að úthluta römmum til sviða og stofnana á fundi ráðsins þann 5.október nk.

2.Áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Húsavíkur

Málsnúmer 202309061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staðan á viðræðum við stjórnvöld vegna áætlunarflugs flugfélagsins Ernis til Húsavíkur.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi viðræður við stjórnvöld vegna áætlunarflugs á Húsavíkurflugvöll. Byggðarráð ítrekar fyrri áskoranir sínar á stjórnvöld um að veita tímabundinn styrk svo áætlunarflug haldi áfram á Húsavíkurflugvöll.

3.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna sveitarfélagsins með athugasemdum sem bárust í rafrænu íbúasamráði.
Byggðarráð vísar drögum að þjónustustefnu sveitarfélagsins til umræðu í sveitarstjórn með athugasemdum úr íbúðasamráði.

4.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Byggðarráð fól stjórnsýslustjóra á 437. fundi sínum þann 10. ágúst sl. að skila tillögu til ráðsins um skipan hverfisráða.

Fyrir liggur tillaga stjórnsýslustjóra að haldið verði óbreyttu sniði á hverfisráðum sveitarfélagsins út þetta kjörtímabil. En það verði skipaður starfshópur sem fer ítarlega yfir samþykkt um hverfisráð, greinir virkni og tilgang ráðanna og mögulega skoðar starfsemi heimastjórna svo eitthvað sé nefnt. Sá hópur myndi skila byggðarráði skýrslu með nokkrum hugmyndum um framtíðarskipulag hverfisráða sveitarfélagsins sem byggðarráð taki afstöðu til fyrir næsta kjörtímabil.

Byggðarráð felur stjórnsýslustjóra að auglýsa eftir framboðum/tilnefningum í hverfisráð 2023-2025, einnig að klára umræðu um starfshóp sem skipaður verður.

5.Hraðið, miðstöð nýsköpunar óskar eftir að kynna starfsemina og fá samtal um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202308053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við Hraðið- miðstöð nýsköpunar til 3 ára um vinnuaðstöðu og þjónustu fyrir Norðurþing og eflingu nýsköpunarstarfs.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Áki óskar bókað; vill halda óbreyttum styrk frá fyrra ári.

6.Styrkumsókn frá ADHD samtökunum 2023

Málsnúmer 202309073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi ADHD samtakanna til sveitarfélagsins með ósk um samstarf um málefni fólks með ADHD og/eða styrk.
Byggðarráð samþykkir að styrkja ADHD samtökin um 100.000 kr.

7.Erindi varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 202309103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsavíkurstofu vegna tjaldsvæðis á Húsavík.
Byggðarráð þakkar stjórn Húsavíkurstofu fyrir erindið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur nú þegar falið sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman minnisblað um ástand tjaldsvæða og gistináttafjölda í sumar. Nú liggur fyrir að samningur sem gerður var við íþróttafélagið Völsung um rekstur á tjaldsvæðinu er að renna sitt skeið. Það er vilji byggðarráðs að ráðast í nauðsynlegar og aðkallandi endurbætur strax í vetur og bjóða reksturinn út.

8.Boð á Hope Spot Festival

Málsnúmer 202309087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð Hope Spot Festival sem fram fer þann 1. október nk. að Hafnarstétt 1-3 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

9.Ósk um tækifærisleyfi vegna opnunar hönnunarsýningar hjá Þekkingarneti Þingeyinga

Málsnúmer 202309076Vakta málsnúmer

Umsækjandi: Þekkingarnet Þingeyinga, kt. 670803-3330, Hafnarstétt 3, 640 Húsavík.
Ábyrgðarmaður: Lilja B. Rögnvaldsdóttir, kt. 110575-5219, Höfðabrekka 15, 640 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: Hafnarstétt 1-3 (Verbúðirnar), 640 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Formleg opnun hönnunarsýningar.
Áætlaður gestafjöldi: 50 -80.
Áætluð aldursdreifing gesta: 18-100 ára.
Tímasetning viðburðar: 29. september 2023 frá kl. 17:00 til kl. 21:00.
Helstu dagskráratriði: Formleg opnun sýningar, ræðuhöld auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar án endurgjalds.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að veita jákvæða umsögn.

10.Ósk um tækifærisleyfi vegna Hrútadaga á Raufarhöfn

Málsnúmer 202309102Vakta málsnúmer

Umsækjandi: Hrútadagsfélag Raufarhafnar, kt. 621215-1590, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Ábyrgðarmaður: Nanna Steina Höskuldsdóttir, kt. 060183-5469, Höfði 2, 676 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Félagsheimilið Hnitbjörg, Aðalbraut 27, 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Hrútadagar.
Áætlaður gestafjöldi: 170. Áætluð aldursdreifing gesta: 18-99 ára (bæði kvöldin).
Tímasetning viðburðar: 6. október 2023 frá kl. 20:00 - 01:00 tónleikar.
Laugardagurinn 7.október 2023 frá kl. 21:00 - 03:00 aðfaranótt 8. október 2023.
Helstu dagskráratriði: Sjá meðfylgjandi dagskrá. Föstudag eru tónleikar með Páli Óskari.
Eftirlit viðburðar: Áætlaður fjöldi dyravarða er 4.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að veita jákvæða umsögn.

11.Ósk um tækifærisleyfi vegna skemmtunar í Samkomuhúsinu á Húsavík

Málsnúmer 202309095Vakta málsnúmer

Umsækjandi: Norðanmatur ehf., kt. 540219-1410, Hafnarstétt 9, 640 Húsavík.
Ábyrgðarmaður: Kristján Örn Sævarsson, kt. 070774-5859, Árholt 8, 640 Húsavík.
Staðsetning skemmtanahalds: Samkomuhúsið á Húsavík, Garðarsbraut 22, 640 Húsavík.
Tilefni skemmtanahalds: Uppistand með Pétri Jóhanni.
Áætlaður gestafjöldi: 107. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 16 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 21. október 2023 frá kl. 19:00 til kl. 00:00 aðfaranótt 21.
október 2023.
Helstu dagskráratriði: Uppistand með Pétri Jóhanni.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:
Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára. Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem er í eigu Norðurþings.
Hlekkur á reglur:
https://www.nordurthing.is/static/files/reglur_og_samthykktir/reglur_utleiga_ithrottahusa_fealgsheimila.pdf

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundagerðir 932. fundar frá 8. september sl. og 933. fundar frá 18. september sl. stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir SSNE, 53. fundur frá 7. júní sl. og 54. fundur frá 6. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.